Tveir af silfurdrengjunum okkar keppast um að verða Íslandsmeistarar í fyrsta sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. júní 2021 12:30 Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Hauka, og Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, geta báðir orðið Íslandsmeistarar í fyrsta sinn. Samsett/Hulda Margrét og Bára Lokaúrslit Olís deildar karla hefjast í kvöld þegar fyrri leikur Hauka og Vals fer fram að Hlíðarenda. Bæði félög hafa margoft orðið Íslandsmeistarar en innan beggja liða eru tveir reynslumiklir menn sem eru enn að bíða eftir fyrsta Íslandsmeistaratitlinum sínum á ferlinum. Tveir af silfurdrengjunum okkar keppast nefnilega um það í þessari viku að verða Íslandsmeistarar í fyrsta sinn. Þetta eru þeir Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Hauka, og Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals. Báðir voru þeir í risastórum hlutverkum þegar íslenska landsliðið vann silfur á Ólympíuleikunum í Peking og bætti við EM-bronsi tveimur árum síðar. Stór hluti af ástæðunni fyrir því að Björgvin Páll og Snorri Steinn hafa aldrei orðið Íslandsmeistarar eru auðvitað sú að stærsta hluta ferilsins spiluðu þeir sem atvinnumenn erlendis. Þau ár sem þeir hafa verið hér heima hefur þeim hins vegar ekki tekist að fara alla leið á Íslandsmótinu. Það mun breytast núna hjá öðrum þeirra en á næsta tímabili mun Björgvin Páll síðan spila fyrir Snorra Stein á Hlíðarenda. Björgvin Páll er kominn í lokaúrslitin í fyrsta sinn en Snorri Steinn er þar í fyrsta sinn sem þjálfari. Snorri Steinn var grátlega nálægt því að vinna Íslandsmeistaratitilinn sem leikmaður en Valur var 2-0 yfir á móti KA í úrslitaeinvíginu 2002 en tapaði síðustu þremur leikjunum og missti af titlinum. Margir úr báðum þessum liðum voru aftur á móti með þessum félögum þegar þau unnu Íslandsmeistaratitilinn síðast, Valsmenn vorið 2017 en Haukar tvö ár þar á undan. Björgvin Páll var ekki með Haukum þegar þeir komust í lokaúrslitin síðast vorið 2019 en tímabilið á undan stóð hann í markinu þegar liðið tapaði í undanúrslitunum á móti verðandi Íslandsmeisturum í ÍBV. Snorri Steinn er á fjórða tímabili sem þjálfari Vals en Valsmenn voru ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar þegar hann tók við liðinu. Nú er búinn að koma liðinu í úrslitaeinvígið í fyrsta sinn en Snorri gerði Val að deildarmeisturum í fyrra þegar það var engin úrslitakeppni vegna kórónuveirunnar. Fyrri leikur Hauka og Vals um Íslandsmeistaratitilinn hefst klukkan 19.30 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Seinni bylgjunnar fyrir leikinn hefst klukkan 18.45 og eftir leikinn verður hann síðan gerður upp á sömu stöð. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla Haukar Valur Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Handbolti „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ Handbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sjá meira
Tveir af silfurdrengjunum okkar keppast nefnilega um það í þessari viku að verða Íslandsmeistarar í fyrsta sinn. Þetta eru þeir Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Hauka, og Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals. Báðir voru þeir í risastórum hlutverkum þegar íslenska landsliðið vann silfur á Ólympíuleikunum í Peking og bætti við EM-bronsi tveimur árum síðar. Stór hluti af ástæðunni fyrir því að Björgvin Páll og Snorri Steinn hafa aldrei orðið Íslandsmeistarar eru auðvitað sú að stærsta hluta ferilsins spiluðu þeir sem atvinnumenn erlendis. Þau ár sem þeir hafa verið hér heima hefur þeim hins vegar ekki tekist að fara alla leið á Íslandsmótinu. Það mun breytast núna hjá öðrum þeirra en á næsta tímabili mun Björgvin Páll síðan spila fyrir Snorra Stein á Hlíðarenda. Björgvin Páll er kominn í lokaúrslitin í fyrsta sinn en Snorri Steinn er þar í fyrsta sinn sem þjálfari. Snorri Steinn var grátlega nálægt því að vinna Íslandsmeistaratitilinn sem leikmaður en Valur var 2-0 yfir á móti KA í úrslitaeinvíginu 2002 en tapaði síðustu þremur leikjunum og missti af titlinum. Margir úr báðum þessum liðum voru aftur á móti með þessum félögum þegar þau unnu Íslandsmeistaratitilinn síðast, Valsmenn vorið 2017 en Haukar tvö ár þar á undan. Björgvin Páll var ekki með Haukum þegar þeir komust í lokaúrslitin síðast vorið 2019 en tímabilið á undan stóð hann í markinu þegar liðið tapaði í undanúrslitunum á móti verðandi Íslandsmeisturum í ÍBV. Snorri Steinn er á fjórða tímabili sem þjálfari Vals en Valsmenn voru ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar þegar hann tók við liðinu. Nú er búinn að koma liðinu í úrslitaeinvígið í fyrsta sinn en Snorri gerði Val að deildarmeisturum í fyrra þegar það var engin úrslitakeppni vegna kórónuveirunnar. Fyrri leikur Hauka og Vals um Íslandsmeistaratitilinn hefst klukkan 19.30 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Seinni bylgjunnar fyrir leikinn hefst klukkan 18.45 og eftir leikinn verður hann síðan gerður upp á sömu stöð. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla Haukar Valur Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Handbolti „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ Handbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sjá meira