Viðskipti innlent

Spá 4,3 prósenta verð­bólgu í júní og minni út­sölum

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Þetta kemur fram í nýrri hagsjá Landsbankans.
Þetta kemur fram í nýrri hagsjá Landsbankans. Vísir/Vilhelm

Verðbólga lækkar úr 4,4% í 4,3% í júní ef marka má nýja verðbólguspá Landsbankans. Þá er gert ráð fyrir minni útsöluáhrifum í sumar en síðustu ár.

Hagsjá Landsbankans er birt mánaðarlega og er spá um verðbólgu til næstu fjögurra mánaða. Gústaf Steingrímsson er hagfræðingur í hagfræðideild Landsbankans.

„Við gerum ráð fyrir því að tólf mánaða verðbólga verði 4,3 prósent í júní og að hún muni svo hjaðna hægt á næstu mánuðum og verða 4 prósent í september. Þetta er kannski aðeins hægari hjöðnun en við vorum að gera ráð fyrir í maí og það helgast fyrst og fremst af því að við gerum ráð fyrir að hækkanir á fasteignamarkaði verði meiri en við gerðum ráð fyrir þá,“ segir Gústaf Steingrímsson, hagfræðingur í hagfræðideild Landsbankans.

Mesta hækkun síðan sumarið 2006

Miklar verðhækkanir hafa verið á fasteignamarkaði síðustu mánuði, en þær hafa áhrif á verðbólgu. 

„Ef við tökum verðhækkunina sem var á milli febrúar og maí núna í vor þá hækkaði fasteignaverð um 5,8 prósent. Ef við horfum framhjá árunum 2016 til 2017 þegar voru miklar verðhækkanir á fasteignamarkaði þá er þetta mesta fjögurra mánaða verðhækkun á fasteignamarkaði síðan sumarið 2005.“

Spá minni útsölum

Þá gerir spáin ráð fyrir minni útsöluáhrifum í sumar en síðustu ár.

„Þetta hefur verið á bilinu svona tíu til þrettán prósenta lækkanir í janúar og júlí á síðustu árum en eftir að faraldurinn hófst hafa þessar breytingar hafa verið mun minni, það er að segja að útsöluáhrifin hafa verið mun minni,“ sagði Gústaf.

Það sé vegna faraldurs kórónuveirunnar sem hafði það í för með sér að Íslendingar gerðu fatakaup sín síður erlendis.

„Sem hefur leitt til þess að í rauninni hefur lagerinn eiginlega selst upp fyrir útsölur, innlendur fata- og skólager þannig að útsölurnar hafa verið mun minni og mun minni afsláttur. Og við gerum ráð fyrir því að núna í júlí verði verðlækkun milli júní og júlí mun minni heldur en hefur verið.“

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HAGA
1,55
4
26.504
SYN
1,33
7
96.590
REITIR
0,62
21
282.558
SJOVA
0,51
6
1.740
FESTI
0
7
204.076

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SIMINN
-3,23
36
249.819
EIK
-3,2
5
50.093
BRIM
-2,67
14
112.620
VIS
-1,9
5
93.014
KVIKA
-1,85
27
203.941
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.