Viðskipti innlent

Ráðin ráð­gjafar hjá Expectus

Atli Ísleifsson skrifar
Helgi Logason, Hörður Kristinn Örvarsson og Edda Valdimarsdóttir Blumenstein
Helgi Logason, Hörður Kristinn Örvarsson og Edda Valdimarsdóttir Blumenstein Expectus

Edda Valdimarsdóttir Blumenstein, Helgi Logason og Hörður Kristinn Örvarsson hafa öll verið ráðin til starfa hjá ráðgjafa- og hugbúnaðarfyrirtækinu Expectus sem sérfræðingar.

Í tilkynningu kemur fram að Edda sé með B.Sc. í Umhverfis- og byggingarverkfræði frá Háskóla Íslands og M.Sc. í Rekstrarverkfræði frá Háskóla Reykjavíkur.

„Edda starfaði síðast meðfram námi hjá Orkuveitu Reykjavíkur við verkefni tengd gagnavinnslu og framsetningu gagna. Þar áður vann Edda hjá nýsköpunarfyrirtækinu d|rig í Noregi sem sérhæfir sig í endurnýjun raftækja. Störf Eddu innan d|rig voru fjölbreytt en vinna hennar fólst að mestu í því að stækka starfsemi fyrirtækisins á alþjóðlegri grundu. Hjá Expectus mun Edda leggja megin áherslu á innleiðingu viðskiptagreindar í Azure og tekjueftirlit hjá viðskiptavinum með TimeXtender, exMon, Tableau og fleiri lausnum.

Helgi er með B.Sc. í Fjármálaverkfræði frá Háskóla Reykjavíkur og M.Sc. í Áhættustýringu og Fjármálaverkfræði frá Imperial College Business School. Helgi starfaði síðast hjá BlueBay Asset Management í London þar sem helstu verkefni voru meðal annars umsjón með reglulegum áhættu- og frammistöðuskýrslum til sjóðstjóra og fjárfesta og viðhald á gagnasafni og aukinni sjálfvirkni í skýrsluferlum. Hjá Expectus mun Helgi leggja megin áherslu á innleiðingu viðskiptagreindar í Azure og tekjueftirlit hjá viðskiptavinum með TimeXtender, exMon, Tableau og fleiri lausnum.

Hörður Kristinn er með B.Sc. gráðu í Iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og M.Sc. í Iðnaðarverkfræði og verkefnastjórnun frá Dansk Tekniske Universitet með áherslu á bestun og gagnagreiningu. Hörður hefur meðfram námi unnið sem aðstoðarkennari í DTU þar sem helstu verkefni voru meðal annars aðgerðargreining og bestun og gerð reiknilíkana og módela fyrir stjórnendur til að geta tekið ákvarðanir byggðar á gögnum í rauntíma. Hjá Expectus mun Hörður Kristinn leggja megin áherslu á innleiðingu viðskiptagreindar í Azure og tekjueftirlit hjá viðskiptavinum með TimeXtender, exMon, Tableau og fleiri lausnum,“ segir í tilkynningunni.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
2,68
16
368.368
HAGA
2,4
11
128.282
ARION
2,16
23
539.816
MAREL
2,04
8
44.126
FESTI
1,51
7
121.180

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SKEL
-2,34
1
906
ORIGO
-1,69
2
4.060
ICESEA
-1,18
4
7.891
BRIM
-0,91
2
156
VIS
0
6
80.463
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.