Sala nýrra fólksbíla jókst um 159 prósent og bílaleigur tóku við sér Eiður Þór Árnason skrifar 1. júní 2021 15:30 Innflutningur á nýjum bílum færist í aukanna. Vísir/Vilhelm Sala nýrra fólksbíla jókst um tæp 159% hér á landi í maí samanborið við sama tíma í fyrra. Nýskráningum fjölgaði um 24,9% milli ára á fyrstu fimm mánuðum ársins og fara úr 3.369 í 4.208. Þetta kemur fram í samantekt Bílgreinasambandsins. Af þeim 1.338 fólksbílum sem voru nýskráðir í maí voru 460 seldir til einstaklinga og nam 24,3% aukningu milli ára. Það sem af er ári hafa selst 2.100 nýir fólksbílar til einstaklinga samanborið við 2.014 í fyrra. Sala til ökutækjaleiga tók við sér í maí og seldust 750 nýir fólksbílar til slíkra fyrirtækja samanborið við 47 á sama tíma í fyrra. Á fyrstu fimm mánuðum ársins hafa verið skráðir 1.310 nýir fólksbílar í ökutækjaleigu samanborið við 628 bíla í fyrra og er því aukning í sölu fólksbíla til ökutækjaleiga 108,6%. KIA hreppti vinninginn í maí Nýorkubílar, á borð við rafmagns-, tengiltvinn-, hybrid-, metanbíla, eru 62,4% allra seldra nýrra fólksbíla á þessu ári en hlutfallið var rétt tæplega 60% á sama tímabili í fyrra. 21,2% nýskráðra fólksbíla það sem af er ári eru rafmagnsbílar, 24,3% tengitvinnbílar og 16,94% hybrid. Í maí var KIA mest selda tegundin með 239 selda fólksbíla. Þar á eftir kemur Toyota með 225 selda fólksbíla og Suzuki með 166 nýskráða fólksbíla. Almenn fyrirtæki, að ökutækjaleigum undanskildum, keyptu 123 nýja fólksbíla í maí en 97 í fyrra. Það sem af er ári hafa selst 776 nýir fólksbílar til almennra fyrirtækja og fjölgar þeim um 11% milli ára. Fréttin hefur verið uppfærð með leiðréttum tölum úr maímánuði eftir að Bílgreinasambandið gerði grein fyrir villum í samantekt sinni sem fréttin byggði á. Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að hlutfall nýorkubíla hafi lækkað milli ára en svo reyndist ekki vera. Bílar Vistvænir bílar Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira
Þetta kemur fram í samantekt Bílgreinasambandsins. Af þeim 1.338 fólksbílum sem voru nýskráðir í maí voru 460 seldir til einstaklinga og nam 24,3% aukningu milli ára. Það sem af er ári hafa selst 2.100 nýir fólksbílar til einstaklinga samanborið við 2.014 í fyrra. Sala til ökutækjaleiga tók við sér í maí og seldust 750 nýir fólksbílar til slíkra fyrirtækja samanborið við 47 á sama tíma í fyrra. Á fyrstu fimm mánuðum ársins hafa verið skráðir 1.310 nýir fólksbílar í ökutækjaleigu samanborið við 628 bíla í fyrra og er því aukning í sölu fólksbíla til ökutækjaleiga 108,6%. KIA hreppti vinninginn í maí Nýorkubílar, á borð við rafmagns-, tengiltvinn-, hybrid-, metanbíla, eru 62,4% allra seldra nýrra fólksbíla á þessu ári en hlutfallið var rétt tæplega 60% á sama tímabili í fyrra. 21,2% nýskráðra fólksbíla það sem af er ári eru rafmagnsbílar, 24,3% tengitvinnbílar og 16,94% hybrid. Í maí var KIA mest selda tegundin með 239 selda fólksbíla. Þar á eftir kemur Toyota með 225 selda fólksbíla og Suzuki með 166 nýskráða fólksbíla. Almenn fyrirtæki, að ökutækjaleigum undanskildum, keyptu 123 nýja fólksbíla í maí en 97 í fyrra. Það sem af er ári hafa selst 776 nýir fólksbílar til almennra fyrirtækja og fjölgar þeim um 11% milli ára. Fréttin hefur verið uppfærð með leiðréttum tölum úr maímánuði eftir að Bílgreinasambandið gerði grein fyrir villum í samantekt sinni sem fréttin byggði á. Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að hlutfall nýorkubíla hafi lækkað milli ára en svo reyndist ekki vera.
Bílar Vistvænir bílar Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira