Viðskipti innlent

Kaupa helmings­hlut í Lemon

Atli Ísleifsson skrifar
Finnur Oddsson, forstjóri Haga, og Jóhanna Soffía Birgisdóttir, framkvæmdastjóri Lemon.
Finnur Oddsson, forstjóri Haga, og Jóhanna Soffía Birgisdóttir, framkvæmdastjóri Lemon. Hagar

Hagar hf. og eigendur Djús ehf. hafa náð samkomulagi um kaup Haga á helmingshlut í Djús ehf., sem á og rekur veitingastaði undir merkjum Lemon.

Frá þessu segir í tilkynningu frá Högum. Þar segir að undir merkjum Lemon séu reknir sjö veitingastaðir, þrír á höfuðborgarsvæðinu; á Suðurlandsbraut, Hjallahrauni og Salalaug, og fjórir á Norðurlandi undir nytjaleyfi frá Lemon; á Sauðárkróki, Húsavík og tveir á Akureyri.

Haft er eftir Finni Oddssyni, forstjóra Haga að á næstu mánuðum sé stefnt að því að opna veitingastaði Lemon á þjónustustöðvum Olís og kanna samhliða möguleika á sölu vara frá Lemon í verslunum Haga. 

Kaupin eru gerð með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×