Ósanngjarnt að bera saman launakjör flugfélaganna Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 21. maí 2021 11:59 Birgir Jónsson forstjóri Play Vísir/Vilhelm Birgir Jónsson, forstjóri flugfélagsins Play, segir ósanngjarnt að bera saman launakjör nýstofnaðs lággjaldaflugfélags við önnur rótgróin flugfélög. Hann segir glærur sem birtar voru í morgun með áformum félagsins um lágan launakostnað eldgamlar og að þær eigi ekkert skylt við það sem félagið sé að gera í dag. Kjarasamningar félagsins séu ekkert til að skammast sín fyrir. Líkt og greint var frá á Vísi í morgun undirbjó Play á sínum tíma glærukynningu fyrir mögulega fjárfesta þar sem áform voru kynnt um að lækka launakostnað starfsmanna allverulega frá því sem verið hafði hjá WOW air. Glærurnar voru birtar á Vísi í morgun en á þeim má sjá hvernig launakostnaður bæði flugliða og flugmanna var einn helstu útgangspunktur kynningarinnar. Glærurnar eru frá nóvember 2019. Birgir segir flókið að ræða launakjör í fjölmiðlum og að þau eigi fyrst og fremst heima við kjarasamningsborðið. „Þessi glærukynning sem er birt í fjölmiðlum í morgun er eldgömul, frá þeim tíma sem fyrirtækið var á algjöru ungbarnastigi. Og á ekkert skylt við það sem við erum að gera í dag,” segir Birgir. „Þetta er alveg gríðarlega flókinn samanburður á stærðum sem er ekkert hægt að ræða í fjölmiðlum. Þetta samtal á að eiga sér stað við kjarasamningsborðið, eins og það hefur átt sér stað, enda erum við með fullgildan kjarasamning við íslenskt stéttarfélag og það er ekkert sem við höfum að skammast okkur fyrir eða stenst ekki fulla skoðun.” ASÍ hefur gagnrýnt launakostnað Play og hvatt bæði landsmenn og fjárfesta til þess að sniðganga félagið. Birgir segir að um sé að ræða aðför að flugfélaginu. Óskað hafi verið eftir samtali við ASÍ, án árangurs. „Kjarasamningurinn sem við erum að vinna eftir er hagstæðari, en hann hefur verið borinn saman við samkeppnisaðila okkar. En það er ekkert það sem þessi aðför ASÍ að okkur snýst um í þessari viku. Hún snerist um það að við vorum að borga undir lágmarkslaunum í landinu og værum einhvern veginn að níða skóinn af starfsmönnum okkar. Við vísum því bara algjörlega til föðurhúsanna.” Birgir segir óeðlilegt að bera saman nýstofnað lággjaldaflugfélag við Icelandair. Félagið hefur krafið ASÍ um afsökunarbeiðni, ella muni það leita réttar síns. „Það er bara mjög ósanngjarnt því við erum ekkert að stilla okkar fyrirtæki upp í einhverri beinni samkeppni eða samanburði við Icelandair og enn og aftur, þessi aðför ASÍ að okkur snerist ekkert um það. Hún byrjaði þannig að við værum að borga undir lágmarkslaunum í landinu og allir launþegar á Íslandi voru hvattir til að sniðganga fyrirtækið. Og nú er þetta farið að snúast um samanburð milli tveggja fyrirtækja á markaði, einkafyrirtækja. Þetta er bara algjörlega ótækt.” Kjaramál Play Fréttir af flugi Vinnumarkaður Mest lesið Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Eigandinn hættir sem forstjóri Viðskipti erlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Sjá meira
Líkt og greint var frá á Vísi í morgun undirbjó Play á sínum tíma glærukynningu fyrir mögulega fjárfesta þar sem áform voru kynnt um að lækka launakostnað starfsmanna allverulega frá því sem verið hafði hjá WOW air. Glærurnar voru birtar á Vísi í morgun en á þeim má sjá hvernig launakostnaður bæði flugliða og flugmanna var einn helstu útgangspunktur kynningarinnar. Glærurnar eru frá nóvember 2019. Birgir segir flókið að ræða launakjör í fjölmiðlum og að þau eigi fyrst og fremst heima við kjarasamningsborðið. „Þessi glærukynning sem er birt í fjölmiðlum í morgun er eldgömul, frá þeim tíma sem fyrirtækið var á algjöru ungbarnastigi. Og á ekkert skylt við það sem við erum að gera í dag,” segir Birgir. „Þetta er alveg gríðarlega flókinn samanburður á stærðum sem er ekkert hægt að ræða í fjölmiðlum. Þetta samtal á að eiga sér stað við kjarasamningsborðið, eins og það hefur átt sér stað, enda erum við með fullgildan kjarasamning við íslenskt stéttarfélag og það er ekkert sem við höfum að skammast okkur fyrir eða stenst ekki fulla skoðun.” ASÍ hefur gagnrýnt launakostnað Play og hvatt bæði landsmenn og fjárfesta til þess að sniðganga félagið. Birgir segir að um sé að ræða aðför að flugfélaginu. Óskað hafi verið eftir samtali við ASÍ, án árangurs. „Kjarasamningurinn sem við erum að vinna eftir er hagstæðari, en hann hefur verið borinn saman við samkeppnisaðila okkar. En það er ekkert það sem þessi aðför ASÍ að okkur snýst um í þessari viku. Hún snerist um það að við vorum að borga undir lágmarkslaunum í landinu og værum einhvern veginn að níða skóinn af starfsmönnum okkar. Við vísum því bara algjörlega til föðurhúsanna.” Birgir segir óeðlilegt að bera saman nýstofnað lággjaldaflugfélag við Icelandair. Félagið hefur krafið ASÍ um afsökunarbeiðni, ella muni það leita réttar síns. „Það er bara mjög ósanngjarnt því við erum ekkert að stilla okkar fyrirtæki upp í einhverri beinni samkeppni eða samanburði við Icelandair og enn og aftur, þessi aðför ASÍ að okkur snerist ekkert um það. Hún byrjaði þannig að við værum að borga undir lágmarkslaunum í landinu og allir launþegar á Íslandi voru hvattir til að sniðganga fyrirtækið. Og nú er þetta farið að snúast um samanburð milli tveggja fyrirtækja á markaði, einkafyrirtækja. Þetta er bara algjörlega ótækt.”
Kjaramál Play Fréttir af flugi Vinnumarkaður Mest lesið Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Eigandinn hættir sem forstjóri Viðskipti erlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Sjá meira