Viðskipti innlent

16,9 milljarðar í styrki vegna far­aldursins

Eiður Þór Árnason skrifar
Fjármála- og efnahagsráðuneytið.
Fjármála- og efnahagsráðuneytið. Vísir/Vilhelm

Um 14,5 milljarðar króna hafa verið greiddir í tekjufalls- og viðspyrnustyrki sem ætlað er að aðstoða rekstraraðila, þar með talið einyrkja, sem orðið hafa fyrir tekjufalli vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Um 2,4 milljarðar króna hafa verið greiddir í lokunarstyrki.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Þar segir að síðustu mánuði hafi ríflega 90 milljarðar verið greiddir í fjölbreyttan stuðning í úrræðum ríkisstjórnarinnar vegna faraldursins að frátöldum heimildum til útgreiðslu séreignarsparnaðar og aukinnar endurgreiðslu virðisaukaskatts.

Hafa yfir 27 milljarðar króna verið greiddir út af séreignarsparnað en heimild til úttektar hans hefur verið framlengd út árið. Alls hafa um 7,5 milljarðar króna verið endurgreiddir aukalega af virðisaukaskatti, mest vegna nýbyggingar og viðhalds húsnæðis, eða um 5,3 milljarðar króna, að því er fram kemur í tilkynningunni.

Í síðustu viku samþykkti Alþingi að framlengja og rýmka viðspyrnu- og lokunarstyrki, útgreiðslu séreignarsparnaðar, sérstakan barnabótaauka og fleiri aðgerðir til að bregðast við efnahagslegum áhrifum heimsfaraldursins.


Tengdar fréttir





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×