Viðskipti innlent

Jóhanna Margrét til Skeljungs

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Jóhanna Margrét Gísladóttir.
Jóhanna Margrét Gísladóttir.

Jóhanna Margrét Gísladóttir, fyrrverandi dagskrárstjóri Stöðvar 2, hefur hafið störf sem verkefnastjóri hjá Skeljungi.

Jóhanna Margrét starfaði sem fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2 áður en hún hélt utan í meistaranám í rekstrarverkfræði við Duke-háskólann í Bandaríkjunum. Hún hafði áður lokið grunngráðu í faginu við Háskólann í Reykjavík.

Árið 2014 tók hún við starfi framkvæmdastjóra sjónvarpssviðs hjá 365, þáverandi eiganda Stöðvar 2. Hún fór með fyrirtækinu til Sýnar sem keypti fjölmiðlahluta 365 árið 2017 og starfaði sem dagskrárstjóri Stöðvar 2 þar til í desember síðastliðnum

Jóhanna hóf störf hjá Skeljungi í mars. Hún er gift Ólafi Sigurgeirssyni og eiga þau tvo syni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×