Westbrook bætti nær hálfrar aldar gamalt þrennumet Oscars Robertson Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. maí 2021 08:00 Russell Westbrook skrifaði NBA-söguna í nótt. getty/Casey Sykes Russell Westbrook bætti í nótt met Oscars Robertson yfir flestar þrefaldar tvennur í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta. Westbrook náði sinni 182. þrennu á ferlinum þegar hann tók frákast þegar átta og hálf mínúta voru eftir af leik Atlanta Hawks og Washington Wizards. Hann bætti þar með met Robertsons sem hafði staðið í 47 ár. Russell Westbrook's 10th rebound tonight gives him 182 career triple-doubles, the MOST in @NBAHistory! pic.twitter.com/n99l8SVrqS— NBA (@NBA) May 11, 2021 Congrats to @russwest44 of the @WashWizards for setting the ALL-TIME RECORD for TRIPLE-DOUBLES! pic.twitter.com/pTuaUaEr1i— NBA (@NBA) May 11, 2021 Westbrook skoraði 28 stig, tók þrettán fráköst og gaf 21 stoðsendingu í naumu tapi Washington, 125-124. Westbrook fékk tækifæri til að tryggja Galdramönnunum sigurinn en þriggja stiga skot hans þegar tvær sekúndur voru eftir geigaði. Washington lék án Bradleys Beal, næststigahæsta leikmanns NBA, í nótt. Russell Westbrook (28 PTS, 13 REB, 21 AST) passes Oscar Robertson for the MOST TRIPLE-DOUBLES in NBA history!@russwest44 x @WashWizards pic.twitter.com/60hCVLKUtR— NBA (@NBA) May 11, 2021 The Big O, Magic, and more congratulate Russ!#WES182OOK | @russswest44 pic.twitter.com/eObUZ3Pmv2— Washington Wizards (@WashWizards) May 11, 2021 Trae Young skoraði 36 stig fyrir Atlanta og John Collins 28. Bogdan Bogdanovic heldur áfram að spila vel fyrir Haukana og skoraði 25 stig. 36 points, 9 dimes for @TheTraeYoung in the @ATLHawks win. pic.twitter.com/fAm7JPm5MI— NBA (@NBA) May 11, 2021 Stephen Curry skoraði 36 stig þegar Golden State Warriors sigraði Utah Jazz, topplið Vesturdeildarinnar, 119-116. Með sigrinum tryggði Golden State sér sæti í umspili um sæti í úrslitakeppninni. Curry er stigahæstur í deildinni með 31,9 stig að meðaltali í leik. Hann skoraði ellefu stig af vítalínunni í nótt og setti niður stórt þriggja stiga skot undir lokin. Curry hefur þó oft hitt betur úr þristum en í nótt. 36 points for @StephenCurry30 7th straight game with 30+ points Game-winning triple with 13.4 leftSteph keeps the @warriors in the #8 spot out West! pic.twitter.com/IA3EfzWvxs— NBA (@NBA) May 11, 2021 Jordan Clarkson skoraði 41 stig fyrir Utah og Bojan Bogdanovic 27 stig. Donovan Mitchell og Mike Conley léku ekki með liðinu í nótt. Memphis Grizzlies tryggði sér einnig sæti í umspilinu með sigri á New Orleans Pelicans, 115-110. Dillon Brooks skoraði 23 stig fyrir Memphis og Jonas Valanciunas var með tuttugu stig og ellefu fráköst. Úrslitin í nótt Atlanta 125-124 Washington Golden State 119-116 Utah Memphis 115-110 New Orleans Cleveland 102-111 Indiana San Antonio 146-125 Milwaukee Portland 140-129 Houston NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Íslenski boltinn Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Handbolti Fleiri fréttir LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Sjá meira
Westbrook náði sinni 182. þrennu á ferlinum þegar hann tók frákast þegar átta og hálf mínúta voru eftir af leik Atlanta Hawks og Washington Wizards. Hann bætti þar með met Robertsons sem hafði staðið í 47 ár. Russell Westbrook's 10th rebound tonight gives him 182 career triple-doubles, the MOST in @NBAHistory! pic.twitter.com/n99l8SVrqS— NBA (@NBA) May 11, 2021 Congrats to @russwest44 of the @WashWizards for setting the ALL-TIME RECORD for TRIPLE-DOUBLES! pic.twitter.com/pTuaUaEr1i— NBA (@NBA) May 11, 2021 Westbrook skoraði 28 stig, tók þrettán fráköst og gaf 21 stoðsendingu í naumu tapi Washington, 125-124. Westbrook fékk tækifæri til að tryggja Galdramönnunum sigurinn en þriggja stiga skot hans þegar tvær sekúndur voru eftir geigaði. Washington lék án Bradleys Beal, næststigahæsta leikmanns NBA, í nótt. Russell Westbrook (28 PTS, 13 REB, 21 AST) passes Oscar Robertson for the MOST TRIPLE-DOUBLES in NBA history!@russwest44 x @WashWizards pic.twitter.com/60hCVLKUtR— NBA (@NBA) May 11, 2021 The Big O, Magic, and more congratulate Russ!#WES182OOK | @russswest44 pic.twitter.com/eObUZ3Pmv2— Washington Wizards (@WashWizards) May 11, 2021 Trae Young skoraði 36 stig fyrir Atlanta og John Collins 28. Bogdan Bogdanovic heldur áfram að spila vel fyrir Haukana og skoraði 25 stig. 36 points, 9 dimes for @TheTraeYoung in the @ATLHawks win. pic.twitter.com/fAm7JPm5MI— NBA (@NBA) May 11, 2021 Stephen Curry skoraði 36 stig þegar Golden State Warriors sigraði Utah Jazz, topplið Vesturdeildarinnar, 119-116. Með sigrinum tryggði Golden State sér sæti í umspili um sæti í úrslitakeppninni. Curry er stigahæstur í deildinni með 31,9 stig að meðaltali í leik. Hann skoraði ellefu stig af vítalínunni í nótt og setti niður stórt þriggja stiga skot undir lokin. Curry hefur þó oft hitt betur úr þristum en í nótt. 36 points for @StephenCurry30 7th straight game with 30+ points Game-winning triple with 13.4 leftSteph keeps the @warriors in the #8 spot out West! pic.twitter.com/IA3EfzWvxs— NBA (@NBA) May 11, 2021 Jordan Clarkson skoraði 41 stig fyrir Utah og Bojan Bogdanovic 27 stig. Donovan Mitchell og Mike Conley léku ekki með liðinu í nótt. Memphis Grizzlies tryggði sér einnig sæti í umspilinu með sigri á New Orleans Pelicans, 115-110. Dillon Brooks skoraði 23 stig fyrir Memphis og Jonas Valanciunas var með tuttugu stig og ellefu fráköst. Úrslitin í nótt Atlanta 125-124 Washington Golden State 119-116 Utah Memphis 115-110 New Orleans Cleveland 102-111 Indiana San Antonio 146-125 Milwaukee Portland 140-129 Houston NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Atlanta 125-124 Washington Golden State 119-116 Utah Memphis 115-110 New Orleans Cleveland 102-111 Indiana San Antonio 146-125 Milwaukee Portland 140-129 Houston
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Íslenski boltinn Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Handbolti Fleiri fréttir LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Sjá meira