Handbolti

Aðalsteinn bikarmeistari í Sviss

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Aðalsteinn Eyjólfsson kom til Kadetten frá Erlangen í fyrra.
Aðalsteinn Eyjólfsson kom til Kadetten frá Erlangen í fyrra.

Aðalsteinn Eyjólfsson stýrði liði sínu til sigurs í svissnesku bikarkeppninni í handbolta í dag.

Aðalsteinn stýrir liði Kadetten Schaffhausen sem lagði Luzern að velli með minnsta mun, 21-22, en einu marki munaði einnig á liðunum í leikhléi.

Í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta er úrslitakeppnin í gangi og þar var Íslendingaslagur þegar Holstebro tók á móti Skjern.

Holstebro hafði betur, 34-32, eftir að hafa leitt með fimm mörkum í leikhléi, 15-10.

Óðinn Þór Ríkharðsson gerði sex mörk fyrir Holstebro en Elvar Örn Jónsson gerði eitt mark fyrir Skjern. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.