Grjótharður KR-ingur verður framkvæmdastjóri hjá Play Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. maí 2021 14:37 Georg Haraldsson er sagður ástríðurkokkur, skíðakappi, golfari og grjótharður KR-ingur. Georg Haraldsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs flugfélagsins Play. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu þar sem segir að hann taki til starfa á næstu vikum. Í starfi sínu ber hann ábyrgð á tekjumótun félagsins, þar með talið tekjustýringu, sölu, dreifingu markaðsmálum, almannatengslum og hliðartekjum, auk þjónustustefnu, þjónustumenningu, stafrænni þróun og hagnýtingu í upplýsingatækni. „Georg hefur viðamikla reynslu af alþjóðlegri sölustýringu og þróun rafrænna sölu- og markaðsdreifikerfa, en hann kemur til PLAY frá Íslandspósti þar sem hann gegndi hlutverki forstöðumanns Stafrænna lausna og Upplýsingatæknisviðs félagsins,“ segir í tilkynningunni. Á árunum 2014 til 2017 var Georg búsettur í Dubai, þar sem hann starfaði sem framkvæmdastjóri Marorku í Miðausturlöndum og leiddi þar uppbyggingu félagsins á fjarmörkuðum. Áður hefur Georg starfað við viðskiptastýringu hjá Iceland Travel og stafræna þróun og markaðssetningu hjá Völku, Iceland Express og Dohop. „Að fá tækifæri til að marka viðskiptastefnu flugfélags frá grunni er ótrúlega skemmtilegt og krefjandi verkefni, sem ég er mjög spenntur fyrir. Ég hlakka mikið til að taka þátt í öllum þeim stóru verkefnum sem framundan eru og taka þátt í að marka skýra viðskiptavinamiðaða stefnu sem skilar árangri til framtíðar. Auk þess felast mikil tækifæri fyrir flugfélög í því árferði sem skapast hefur í kjölfar heimsfaraldurs, eldgoss og bólusetninga, sem leitt hefur af sér uppsafnaða ferðaþörf og ómetanlega landkynningu.“ segir Georg Haraldsson. Birgir Jónsson, forstjóri PLAY, er gríðarlega ánægður að fá Georg inn í stjórnunarteymið. „Það er mikill hvalreki fyrir PLAY að fá Georg til liðs við framkvæmdastjórnina í þeirri uppbyggingu og stefnumörkun sem félagið stendur frammi fyrir. Georg þekkir vel viðskiptaumhverfi flugfélaga og ferðaiðnaðarins, og hvernig hægt er að nýta tæknina til að auka ánægju viðskiptavina og tryggja sölu og dreifingu flugfargjalda.“ Georg er tölvunarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og er einnig með meistaragráðu í alþjóðaviðskiptum frá HR og IE Business School. Georg er kvæntur Hjördísi Jónsdóttir, verkefnastjóra og viðskiptafræðingi, og eiga þau fjögur börn. Georg er jafnframt sagður ástríðukokkur, skíðakappi, golfari og grjótharður KR-ingur. Vistaskipti Play Fréttir af flugi Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Í starfi sínu ber hann ábyrgð á tekjumótun félagsins, þar með talið tekjustýringu, sölu, dreifingu markaðsmálum, almannatengslum og hliðartekjum, auk þjónustustefnu, þjónustumenningu, stafrænni þróun og hagnýtingu í upplýsingatækni. „Georg hefur viðamikla reynslu af alþjóðlegri sölustýringu og þróun rafrænna sölu- og markaðsdreifikerfa, en hann kemur til PLAY frá Íslandspósti þar sem hann gegndi hlutverki forstöðumanns Stafrænna lausna og Upplýsingatæknisviðs félagsins,“ segir í tilkynningunni. Á árunum 2014 til 2017 var Georg búsettur í Dubai, þar sem hann starfaði sem framkvæmdastjóri Marorku í Miðausturlöndum og leiddi þar uppbyggingu félagsins á fjarmörkuðum. Áður hefur Georg starfað við viðskiptastýringu hjá Iceland Travel og stafræna þróun og markaðssetningu hjá Völku, Iceland Express og Dohop. „Að fá tækifæri til að marka viðskiptastefnu flugfélags frá grunni er ótrúlega skemmtilegt og krefjandi verkefni, sem ég er mjög spenntur fyrir. Ég hlakka mikið til að taka þátt í öllum þeim stóru verkefnum sem framundan eru og taka þátt í að marka skýra viðskiptavinamiðaða stefnu sem skilar árangri til framtíðar. Auk þess felast mikil tækifæri fyrir flugfélög í því árferði sem skapast hefur í kjölfar heimsfaraldurs, eldgoss og bólusetninga, sem leitt hefur af sér uppsafnaða ferðaþörf og ómetanlega landkynningu.“ segir Georg Haraldsson. Birgir Jónsson, forstjóri PLAY, er gríðarlega ánægður að fá Georg inn í stjórnunarteymið. „Það er mikill hvalreki fyrir PLAY að fá Georg til liðs við framkvæmdastjórnina í þeirri uppbyggingu og stefnumörkun sem félagið stendur frammi fyrir. Georg þekkir vel viðskiptaumhverfi flugfélaga og ferðaiðnaðarins, og hvernig hægt er að nýta tæknina til að auka ánægju viðskiptavina og tryggja sölu og dreifingu flugfargjalda.“ Georg er tölvunarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og er einnig með meistaragráðu í alþjóðaviðskiptum frá HR og IE Business School. Georg er kvæntur Hjördísi Jónsdóttir, verkefnastjóra og viðskiptafræðingi, og eiga þau fjögur börn. Georg er jafnframt sagður ástríðukokkur, skíðakappi, golfari og grjótharður KR-ingur.
Vistaskipti Play Fréttir af flugi Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira