Viðskipti innlent

Hyggst fram­lengja heimild til greiðslu sér­eigna­sparnaðar inn á í­búða­lán

Eiður Þór Árnason skrifar
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Vilhelm

Heimild til að greiða séreignarsparnað skattfrjálst inn á höfuðstól íbúðalána verður framlengd fram á mitt ár 2023 ef frumvarp Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra þess efnis verður samþykkt á Alþingi.

Bjarni mælti fyrir frumvarpi um framlengingu úrræðisins á Alþingi í dag en gildandi heimild rennur að óbreyttu út í sumar. 

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins en þar segir að meðaltali um 22 þúsund manns hafi fengið greiðslur inn á höfuðstól íbúðalána á mánuði í þau sjö ár sem úrræðið hafi staðið til boða. Það var sett fyrst í lög með bráðabirgðaákvæði um mitt ár 2014. Alls hafa um 60 þúsund manns greitt séreign skattfrjálst inn á lán sín.

Að sögn fjármála- og efnahagsráðuneytisins er gert ráð fyrir að allt að 24 milljarðar króna verði greiddir út til viðbótar inn á höfuðstól íbúðalána næstu tvö árin ef framlengingin verður samþykkt.

„Úrræðið hefur gefist vel, reynst mikil kjarabót fyrir þúsundir Íslendinga og stuðlað að hraðari eignamyndun einstaklinga og fjölskyldna á húsnæðismarkaði. Með tilliti til þessa er taldi ég rétt að koma til móts við óskir fjölda einstaklinga og hagsmunasamtaka um framlengingu þess, og ég treysti á að málið fái skjóta afgreiðslu á Alþingi,” er haft eftir Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, í tilkynningunni.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Engar hækkanir skráðar í dag

Mesta lækkun dagsins


Engar lækkanir skráðar í dag
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.