Handbolti

Þetta var skemmtilegur leikur og erfiður leikur

Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar
Rakel Dögg var mjög sátt að leik loknum.
Rakel Dögg var mjög sátt að leik loknum. Vísir/Hulda Margrét

„Ég er stolt og glöð. Frábær sigur og ég er ótrúlega ánægð að hafa klárað þennan leik. Þetta var skemmtilegur leikur og erfiður leikur en rosalega sterkt að klára með sigri,“ sagði Rakel Dögg Bragadóttir, þjálfari Stjörnunnar eftir sigur á ÍBV í dag. 

Leikurinn var æsispennandi og lauk með tveggja marka sigri Garðbæinga, lokatölur 28-26. Stjarnan var búin að spila einn leik, sem var endurtekinn leikur við KA/Þór en ÍBV hafði ekki spilað leik síðan um miðjan mars og því Stjarnan mögulega með ákveðið forskot. 

„Það eru allir tilbúnir að spila þegar að leikirnir eru. Þessi leikur á þriðjudaginn er búin og hann skiptir engu máli. Við mættum klárar í dag og byrjuðum með smá hökkt varnarlega en náðum að þétta okkur betur og spila frábærleg. Ég ótrúlega ánægð og stolt af stelpunum.“

Næsti leikur er við Hauka en Stjarnan og Haukar eru með jafn mörg stig. 

„Við byrjum með aðeins of mikið bil milli okkar varnarlega og við þurfum að byrja vel frá fyrstu mínútu. Þetta verður erfiður leikur eins og allir leikir í þessari deild. Þetta er síðasti leikurinn í deildinni. Við skoðum þennan leik vel og förum vel yfir það í vikunni,“ sagði Rakel að lokum. 


Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×