Viðskipti innlent

Fyrsta á­ætlunar­flugið til Tenerife í morgun

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Icelandair hefur hingað til aðeins flogið til Kanaríeyja í gegnum leiguflug fyrir íslenskar ferðaskrifstofur.
Icelandair hefur hingað til aðeins flogið til Kanaríeyja í gegnum leiguflug fyrir íslenskar ferðaskrifstofur. Vísir/vilhelm

Fyrsta áætlunarflug Icelandair til Tenerife lagði af stað frá Keflavíkurflugvelli á níunda tímanum í morgun. Flogið verður einu sinni í viku til Tenerife í maí en gert er ráð fyrir að fljúga tvisvar til þrisvar í viku þegar áhrif kórónuveirufaraldursins dvína.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair í morgun. Icelandair hefur í gegnum tíðina einungis flogið til Kanaríeyja í leiguflugi fyrir íslenskar ferðaskrifstofur. Haft er eftir Boga Nils Bogasyni forstjóra Icelandair Group að félagið hafi lengi horft til þess að bæta Tenerife við flugáætlun sína. Viðbrögð við viðbótinni hafi verið góð. 

Eftir langt tímabil lágmarksstarfsemi vegna kórónuveirufaraldursins stefnir Icelandair á að auka starfsemi jafnt og þétt í maí og júní, að því er segir í tilkynningu. Auk Tenerife mun Icelandair hefja flug á ný til Munchen, New York, Seattle, Chicago, Denver og Washington í maí.

Tenerife er fjölmennust og stærst Kanaríeyja og hefur lengi verið einn vinsælasti áfangastaður Íslendinga. 

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Engar hækkanir skráðar í dag

Mesta lækkun dagsins


Engar lækkanir skráðar í dag
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.