Þetta kemur fram í samantekt Viðskiptablaðsins sem byggir á gögnum Hagstofu Íslands. Má því ætla að margir Íslendingar hafi nýtt tímann vel í samkomubanni og ekki síður gætt að persónulegum smitvörnum innanhúss.
Innflutningur jókst milli ára í átta mánuðum af tólf og fylgdi innflutningsmagn um það bil sömu árstíðasveiflum og árið 2019. Innflutningur á smokkum hefur farið hægar á stað það sem af er þessu ári miðað við árið í fyrra en er þó meiri en árið 2019.
Nam magnið tæpum 870 kílóum á fyrstu tveimur mánuðum 2021 samanborið við 1,1 tonn í fyrra og 457 kíló á sama tímabili 2019.