Viðskipti innlent

Verð­launuðu ríkis­lög­­reglu­­stjóra, fram­­kvæmda­­stjóra og mann­auðs­­stjóra

Eiður Þór Árnason skrifar
Verðlaunahafar, Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, Borghildur Einarsdóttir, formaður dómnefndar og forstjóri Hugverkastofunnar og Davíð Lúðvíksson, heiðursfélagi Stjórnvísi 2021.
Verðlaunahafar, Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, Borghildur Einarsdóttir, formaður dómnefndar og forstjóri Hugverkastofunnar og Davíð Lúðvíksson, heiðursfélagi Stjórnvísi 2021. Stjórnvísi

Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi voru veitt á mánudag við hátíðlega athöfn á Grand Hótel að viðstöddum forseta Íslands. Veitt voru verðlaun í þremur flokkum auk þess sem heiðursfélagi Stjórnvísi 2021 var útnefndur.

Handhafar Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi þetta árið voru Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri í flokki yfirstjórnenda, Auður Daníelsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og ráðgjafasviðs Sjóvár í flokki frumkvöðla og Sigríður Harðardóttir, mannauðsstjóri Strætó í flokki millistjórnenda.

Dómnefnd veitti einnig þremur frumkvöðlum sem vakið hafa eftirtekt fyrir störf sín á heilbrigðissviði undanfarin misseri viðurkenninguna Frumkvöðlar ársins 2021, að því er fram kemur í tilkynningu. Eru það þeir Tryggvi Þorgeirsson, stofnandi og forstjóri SideKick Health, Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi og forstjóri Kerecis og Gísli Herjólfsson, stofnandi og forstjóri Controlant.

Sérstök heiðursverðlaun voru veitt Guðmundi Þorbjörnssyni, framkvæmdastjóra Eflu fyrir framlag sitt til stjórnunar á Íslandi. Einnig var Davíð Lúðvíksson, sérfræðingur á rannsóknar-og nýsköpunarsviði Rannís útnefndur og verðlaunaður heiðursfélagi Stjórnvísi 2021.

Horfa má á verðlaunaafhendinguna í spilaranum hér fyrir neðan.

Að sögn Stjórnvísi er markmið Stjórnunarverðlaunanna að vekja athygli á framúrskarandi starfi stjórnenda, örva umræðu um faglega stjórnun og hvetja félagsmenn til að auka þekkingu sína, hæfni og færni sem stjórnendur.

Dómnefnd 2021 skipuðu eftirtaldir:

Borghildur Erlingsdóttir, formaður dómnefndar og forstjóri Hugverkastofunnar.

Friðrik Þór Snorrason, forstjóri Viss ehf.

Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

Katrín S. Óladóttir, framkvæmdastjóri Hagvangs.

Margrét Guðmundsdóttir, stjórnarformaður Festi og fyrrverandi forstjóri Icepharma hf.

Salóme Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandic Startups.

Þröstur Olaf Sigurjónsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.


Tengdar fréttir

Bein út­sending: Stjórnunar­verð­laun Stjórn­vísi af­hent

Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi verða veitt í tólfta sinn við hátíðlega athöfn á Grand Hótel klukkan 16 í dag. Árlegu verðlaunin eru veitt stjórnendum fyrirtækja sem þykja hafa skarað fram úr á sínu sviði og verður hægt að fylgjast með afhendingunni í beinu streymi hér á Vísi.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.