Sældarlífinu lauk í New York og toppliðið tapaði aftur fyrir einu lakasta liðinu Sindri Sverrisson skrifar 27. apríl 2021 07:31 Devin Booker fórnar höndum í leiknum gegn New York Knicks í gærkvöld þar sem Phoenix Suns höfðu þó að lokum betur. AP/Elsa Devin Booker undi sér ekki hvíldar fyrr en hann hafði séð til þess að magnaðri níu leikja sigurgöngu New York Knicks lyki í nótt. Booker lék allan lokaleikhlutann og endaði með 33 stig í 118-110 sigri Phoenix Suns á Knicks í NBA-deildinni í körfubolta. Chris Paul skoraði sjö síðustu stig Phoenix í leiknum og gerði út um leikinn með þristi af löngu færi. Chris Paul puts the game away from deep at MSG! pic.twitter.com/x288QBb1nn— NBA (@NBA) April 27, 2021 Þetta var fimmti og síðasti leikur Phoenix á ferð um Bandaríkin þar sem liðið mætti fjórum efstu liðum austurdeildarinnar. Phoenix er nú einum leik á eftir Utah Jazz á toppi vesturdeildarinnar því Utah tapaði aftur fyrir Minnesota Timberwolves, 105-104. Minnesota er með næstfæsta sigra í NBA-deildinni í vetur, á ekki einu sinni fræðilega möguleika á að komast í úrslitakeppnina, en hefur nú unnið topplið Utah tvisvar á þremur dögum. Minnesota hefur raunar fagnað sigri í öllum þremur innbyrðis leikjum liðanna á leiktíðinni. Mike Conley kom Utah í 104-103 þegar 6,4 sekúndur voru eftir en sá tími dugði Ricky Rubio til að koma boltanum á D'Angelo Russell sem kórónaði 27 stiga leik sinn með sigurkörfu. Úrslitin í nótt: Detroit 100-86 Atlanta Orlando 103-114 LA Lakers Philadelphia 121-90 Oklahoma Washington 143-146 San Antonio (e. framl.) New York 110-118 Phoenix Toronto 112-96 Cleveland Miami 102-110 Chicago Minnesota 105-104 Utah New Orleans 120-103 LA Clippers Denver 120-96 Memphis Sacramento 113-106 Dallas NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Handbolti Fleiri fréttir Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Sjá meira
Booker lék allan lokaleikhlutann og endaði með 33 stig í 118-110 sigri Phoenix Suns á Knicks í NBA-deildinni í körfubolta. Chris Paul skoraði sjö síðustu stig Phoenix í leiknum og gerði út um leikinn með þristi af löngu færi. Chris Paul puts the game away from deep at MSG! pic.twitter.com/x288QBb1nn— NBA (@NBA) April 27, 2021 Þetta var fimmti og síðasti leikur Phoenix á ferð um Bandaríkin þar sem liðið mætti fjórum efstu liðum austurdeildarinnar. Phoenix er nú einum leik á eftir Utah Jazz á toppi vesturdeildarinnar því Utah tapaði aftur fyrir Minnesota Timberwolves, 105-104. Minnesota er með næstfæsta sigra í NBA-deildinni í vetur, á ekki einu sinni fræðilega möguleika á að komast í úrslitakeppnina, en hefur nú unnið topplið Utah tvisvar á þremur dögum. Minnesota hefur raunar fagnað sigri í öllum þremur innbyrðis leikjum liðanna á leiktíðinni. Mike Conley kom Utah í 104-103 þegar 6,4 sekúndur voru eftir en sá tími dugði Ricky Rubio til að koma boltanum á D'Angelo Russell sem kórónaði 27 stiga leik sinn með sigurkörfu. Úrslitin í nótt: Detroit 100-86 Atlanta Orlando 103-114 LA Lakers Philadelphia 121-90 Oklahoma Washington 143-146 San Antonio (e. framl.) New York 110-118 Phoenix Toronto 112-96 Cleveland Miami 102-110 Chicago Minnesota 105-104 Utah New Orleans 120-103 LA Clippers Denver 120-96 Memphis Sacramento 113-106 Dallas NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Detroit 100-86 Atlanta Orlando 103-114 LA Lakers Philadelphia 121-90 Oklahoma Washington 143-146 San Antonio (e. framl.) New York 110-118 Phoenix Toronto 112-96 Cleveland Miami 102-110 Chicago Minnesota 105-104 Utah New Orleans 120-103 LA Clippers Denver 120-96 Memphis Sacramento 113-106 Dallas
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Handbolti Fleiri fréttir Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Sjá meira