Körfubolti

Sældarlífinu lauk í New York og toppliðið tapaði aftur fyrir einu lakasta liðinu

Sindri Sverrisson skrifar
Devin Booker fórnar höndum í leiknum gegn New York Knicks í gærkvöld þar sem Phoenix Suns höfðu þó að lokum betur.
Devin Booker fórnar höndum í leiknum gegn New York Knicks í gærkvöld þar sem Phoenix Suns höfðu þó að lokum betur. AP/Elsa

Devin Booker undi sér ekki hvíldar fyrr en hann hafði séð til þess að magnaðri níu leikja sigurgöngu New York Knicks lyki í nótt.

Booker lék allan lokaleikhlutann og endaði með 33 stig í 118-110 sigri Phoenix Suns á Knicks í NBA-deildinni í körfubolta. Chris Paul skoraði sjö síðustu stig Phoenix í leiknum og gerði út um leikinn með þristi af löngu færi.

Þetta var fimmti og síðasti leikur Phoenix á ferð um Bandaríkin þar sem liðið mætti fjórum efstu liðum austurdeildarinnar.

Phoenix er nú einum leik á eftir Utah Jazz á toppi vesturdeildarinnar því Utah tapaði aftur fyrir Minnesota Timberwolves, 105-104.

Minnesota er með næstfæsta sigra í NBA-deildinni í vetur, á ekki einu sinni fræðilega möguleika á að komast í úrslitakeppnina, en hefur nú unnið topplið Utah tvisvar á þremur dögum. Minnesota hefur raunar fagnað sigri í öllum þremur innbyrðis leikjum liðanna á leiktíðinni.

Mike Conley kom Utah í 104-103 þegar 6,4 sekúndur voru eftir en sá tími dugði Ricky Rubio til að koma boltanum á D'Angelo Russell sem kórónaði 27 stiga leik sinn með sigurkörfu.

Úrslitin í nótt:

 • Detroit 100-86 Atlanta
 • Orlando 103-114 LA Lakers
 • Philadelphia 121-90 Oklahoma
 • Washington 143-146 San Antonio (e. framl.)
 • New York 110-118 Phoenix
 • Toronto 112-96 Cleveland
 • Miami 102-110 Chicago
 • Minnesota 105-104 Utah
 • New Orleans 120-103 LA Clippers
 • Denver 120-96 Memphis
 • Sacramento 113-106 Dallas

NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.


NBAFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.