Viðskipti erlent

Notaður bolli seldist á 1,7 milljónir

Snorri Másson skrifar
Bollinn dýri er samstarfsverkefni Fazer og Arabia frá 2004. Aðeins 400 eintök voru framleidd.
Bollinn dýri er samstarfsverkefni Fazer og Arabia frá 2004. Aðeins 400 eintök voru framleidd. Arabia

Kona búsett í Stafangri rataði í fjölmiðla í Noregi á dögunum fyrir sögulega hátt verð sem hún fékk fyrir Múmínbolla sem hún var að selja frá sér. Engin furða, enda var verðið lyginni líkast: Hún fékk 110.000 norskar krónur fyrir þennan eina staka bolla, andvirði 1.650.000 króna.

„Ég er mjög ánægð. En ég þurfti að klípa mig aðeins. Kaupandinn hlýtur síðan að hafa keyrt sérstaklega varlega heim,“ segir seljandinn við NRK, Åsne Marie Sande að nafni.

Bollinn sem um ræðir er sérútgáfa sem finnski framleiðandinn Arabia gerði í samstarfi við súkkulaðigerðina Fazer árið 2004. Sande keypti bollann á 85.000 norskar krónur árið 2017 en er nú að selja allt Múmínsafnið sitt.

Safn Sande telur fleiri tugi bolla og ólík módel af bollunum eru þegar orðin fleiri en 100. Sum eru sérstaklega sjaldgæf og verða því rándýr á markaðnum, en umrætt eintak mun vera eitt það allra dýrasta sem hefur selst.

Sande útskýrir fyrir blaðamanni norska útvarpsins að ástæðan fyrir því að Múmínbollar séu farnir frá því að vera fylgihlutir með barnaefni frá 9. áratugnum yfir í að vera eftirsótt markaðsvera sé í grunninn aðallega sú að þeir eru bara svo sætir. Síðan geti söfnunin vissulega orðið að áráttu með tímanum.

Rétt eins og Norðmenn, eru Íslendingar margir virkir Múmínsafnarar og til er sérstakur félagsskapur á Facebook sem heldur utan um það áhugamál. Þar eru meðlimirnir fleiri en 9.000 og fjöldi færslna á dag þar sem bollarnir vinsælu ganga kaupum og sölum.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
5,15
11
38.105
HAGA
2,41
10
263.415
REGINN
1,58
7
459.461
SJOVA
1,4
11
121.916
LEQ
1,33
2
518

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
-1,94
10
182.919
SKEL
-1,92
1
306
MAREL
-1,12
17
251.703
SIMINN
-0,78
4
68.241
ARION
-0,19
29
918.872
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.