Viðskipti innlent

Elísabet, Melkorka og Sæunn til Dohop

Atli Ísleifsson skrifar
Sæunn Sif Heiðarsdóttir, Elísabet Rós Valsdóttir og Melkorka Mjöll Jóhönnudóttir.
Sæunn Sif Heiðarsdóttir, Elísabet Rós Valsdóttir og Melkorka Mjöll Jóhönnudóttir. dohop

Elísabet Rós Valsdóttir, Melkorka Mjöll Jóhönnudóttir Sæunn Sif Heiðarsdóttir hafa allar verið ráðnar sem forritarar hjá Dohop.

Í tilkynningu segir að þær hafi verið ráðnar til að anna aukinni eftirspurn eftir hugbúnaðarþróun fyrir erlend flugfélög.

„Elísabet Rós Valsdóttir hefur verið ráðin sem forritari í hugbúnaðarþróun og mun meðal annars þjónusta Air France, Transavia og Vueling. Elísabet er útskrifuð með B.Sc. í vefforritun frá KEA í Danmörku.

Melkorka Mjöll Jóhönnudóttir hefur verið ráðin sem bakendaforritari og mun þjónusta flugfélögin Easy Jet og Eurowings. Melkorka er með B.Sc. gráðu í tölvunar- og rafmagnsverkfræði frá HÍ.

Sæunn Sif Heiðarsdóttir kemur til Dohop frá Advania þar sem hún hefur verið hugbúnaðarsérfræðingur undanfarin fjögur ár. Sæunn mun koma til með að þróa lausnir fyrir viðskiptavini Dohop í Asíu. Sæunn er með B.Sc. gráðu í tölvunar- og iðnaðarverkfræði frá HÍ,“ segir í tilkynningunni.

Dohop er tæknifyrirtæki stofnað á Íslandi árið 2004 en þar starfa um sjötíu manns í tíu löndum.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×