Viðskipti innlent

Mat­vöru­verð lækkað síðustu mánuði

Eiður Þór Árnason skrifar
Kjötvara, grænmeti og ávextir eru þeir vöruflokkar sem sveifluðust mest í verði á tímabilinu.
Kjötvara, grænmeti og ávextir eru þeir vöruflokkar sem sveifluðust mest í verði á tímabilinu. Vísir/Vilhelm

Vörukarfa ASÍ hefur lækkað í sex verslunum af átta frá því í byrjun nóvember á síðasta ári. Mest lækkaði hún í Heimkaup um 11,2% en hækkaði mest í Nettó um 0,8%.

Vörukörfunni er ætlað að endurspegla almenn matarinnkaup meðalheimilis. Lækkar verð í meirihluta vöruflokkanna í flestum verslununum en grænmeti og ávextir lækka þó mest í verði.

Þetta kemur fram á vef ASÍ. Miklar verðlækkanir mælast í öllum vöruflokkum hjá Heimkaup, mest í flokki grænmetis og ávaxta en minnst á kjötvöru.

Næst mest lækkaði verð í Kjörbúðinni eða um 3,5% en þar á eftir kemur Hagkaup með 2,4% lækkun. Vörukarfan lækkaði um 1% í Iceland, 0,7% í Krónunni og 0,3% í Bónus. 

Vörukarfan hækkaði hins vegar um um 0,8% í Nettó líkt og áður segir og vegur þar þyngst 10,7% verðhækkun á kjötvöru. Kjötvara, grænmeti og ávextir eru þeir vöruflokkar sem sveiflast mest í verði á tímabilinu.

Grænmeti og ávextir lækkuðu mest

Fram kemur í samantekt verðlagseftirlits ASÍ að grænmeti og ávextir lækkuðu um 5,3% að meðaltali eða 2,4% ef Heimkaup eru undanskilin. Í þeirri verslun lækkar verð á grænmeti og ávöxtum um 25,2%.

Kjötvara lækkar í verði í sex af átta verslunum, mest í Kjörbúðinni, 13,8% en minnst í Krambúðinni, 1,1%. Svipaða sögu er að segja um mjólkurvörur sem lækka í verði í sex verslunum af átta. 

Verð á ýmissi matvöru sem samanstendur af þurrvöru og dósamat, fiski og fitu lækkar í sjö verslunum og verð á brauði- og kornvörum og hreinlætisvörum lækkar í fimm verslunum.

Verðlækkanir í öllum vöruflokkum hjá Heimkaup

Verð lækkaði í öllum vöruflokkum hjá Heimkaup og í mörgum vöruflokkum má sjá miklar verðlækkanir. Mest lækkaði verð á grænmeti og ávöxtum, 25,2% og næst mest lækkaði verð á drykkjarvöru, 17,9%. Verð á brauði- og kornvöru lækkaði um 11,7% milli mælinga og mjólkurvara um um 9,6%. Minnst lækkaði verð á kjötvöru, 2,2% og næst minnst lækkaði verð á ýmissi matvöru, 2,9%.

Verðkönnunin var framkvæmd daganna 2. til 9. nóvember 2020 og 20. til 30. mars 2021. Vörukarfa ASÍ inniheldur allar almennar matar- og drykkjarvörur og tekur mið af gögnum Hagstofu Íslands.


Tengdar fréttir

Miklar hækkanir á mat­vöru­körfunni

Vörukarfa ASÍ hefur hækkað um 2,3 til 15,6 prósent á einu ári í átta verslunarkeðjum en vörukarfan er sögð endurspegla almenn matarinnkaup meðal heimils.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
1,76
12
188.387
SJOVA
1,07
12
215.193
MAREL
0,96
36
750.138
SYN
0,76
3
20.834
SKEL
0,32
7
115.257

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
VIS
-1,49
10
152.594
ARION
-1,08
23
567.811
LEQ
-0,89
3
13.669
SIMINN
-0,8
11
143.448
KVIKA
-0,79
21
322.921
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.