Phoenix vann framlengdan toppslag og fullkomin endurkoma Durants Sindri Sverrisson skrifar 8. apríl 2021 07:31 Kevin Durant fagnar með félögum sínum í endurkomuleiknum í nótt. AP/Frank Franklin II Phoenix Suns unnu framlengdan toppslag við Utah Jazz í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, 117-113. Kevin Durant lék sinn fyrsta leik fyrir Brooklyn Nets í tæpa tvo mánuði og klikkaði ekki á skoti, í afar öruggum sigri á New Orleans Pelicans, 139-111. Utah er enn á toppi vesturdeildar (38 sigrar/13 töp) þrátt fyrir tapið en nú með aðeins einum tapleik minna en Phoenix (36/14). Phoenix var nær sigri í venjulegum leiktíma en Donovan Mitchell setti niður erfiðan þrist til að jafna metin í 102-102 þegar tíu sekúndur voru eftir. Í framlengingunni skoraði Phoenix fyrstu fimm stigin og lenti aldrei undir. Devin Booker skoraði 35 stig og Chris Paul 29 en þeir settu báðir niður mikilvægar körfur fyrir Phoenix í framlengingunni. Brooklyn skoraði 79 stig í fyrri hálfleik Kevin Durant skoraði 17 stig fyrir Brooklyn í sínum fyrsta leik frá því 13. febrúar en hann var mættur til leiks eftir slæm meiðsli í læri. Durant skoraði úr öllum fimm skotum sínum utan af velli og báðum vítunum, eftir að hafa misst af 23 leikjum, og átti sinn þátt í mögnuðum fyrri hálfleik Brooklyn gegn New Orleans. Hann átti auk þess fimm stoðsendingar og tók sjö fráköst á þeim 19 mínútum sem hann spilaði. Durant kom inn á í 2. leikhluta en Brooklyn skoraði heil 43 stig í þeim leikhluta og var 79-59 yfir að honum loknum. Brooklyn (36/16) er efst í austurdeild, einum sigri ofar en Philadelphia 76ers, en Pelíkanarnir (22/29) eru í 11. sæti vesturdeildar og þurfa að gera betur til að komast í umspilið í maí. Næsta lið fyrir ofan þá er Golden State Warriors (24/27). Úrslit næturinnar: Indiana 141-137 Minnesota Orlando 116-131 Washington Boston 101-99 New York Brooklyn 139-111 New Orleans Houston 102-93 Dallas Atlanta 113-131 Memphis Oklahoma 102-113 Charlotte Denver 106-96 San Antonio Phoenix 117-113 Utah NBA Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Fleiri fréttir Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Sjá meira
Utah er enn á toppi vesturdeildar (38 sigrar/13 töp) þrátt fyrir tapið en nú með aðeins einum tapleik minna en Phoenix (36/14). Phoenix var nær sigri í venjulegum leiktíma en Donovan Mitchell setti niður erfiðan þrist til að jafna metin í 102-102 þegar tíu sekúndur voru eftir. Í framlengingunni skoraði Phoenix fyrstu fimm stigin og lenti aldrei undir. Devin Booker skoraði 35 stig og Chris Paul 29 en þeir settu báðir niður mikilvægar körfur fyrir Phoenix í framlengingunni. Brooklyn skoraði 79 stig í fyrri hálfleik Kevin Durant skoraði 17 stig fyrir Brooklyn í sínum fyrsta leik frá því 13. febrúar en hann var mættur til leiks eftir slæm meiðsli í læri. Durant skoraði úr öllum fimm skotum sínum utan af velli og báðum vítunum, eftir að hafa misst af 23 leikjum, og átti sinn þátt í mögnuðum fyrri hálfleik Brooklyn gegn New Orleans. Hann átti auk þess fimm stoðsendingar og tók sjö fráköst á þeim 19 mínútum sem hann spilaði. Durant kom inn á í 2. leikhluta en Brooklyn skoraði heil 43 stig í þeim leikhluta og var 79-59 yfir að honum loknum. Brooklyn (36/16) er efst í austurdeild, einum sigri ofar en Philadelphia 76ers, en Pelíkanarnir (22/29) eru í 11. sæti vesturdeildar og þurfa að gera betur til að komast í umspilið í maí. Næsta lið fyrir ofan þá er Golden State Warriors (24/27). Úrslit næturinnar: Indiana 141-137 Minnesota Orlando 116-131 Washington Boston 101-99 New York Brooklyn 139-111 New Orleans Houston 102-93 Dallas Atlanta 113-131 Memphis Oklahoma 102-113 Charlotte Denver 106-96 San Antonio Phoenix 117-113 Utah
Indiana 141-137 Minnesota Orlando 116-131 Washington Boston 101-99 New York Brooklyn 139-111 New Orleans Houston 102-93 Dallas Atlanta 113-131 Memphis Oklahoma 102-113 Charlotte Denver 106-96 San Antonio Phoenix 117-113 Utah
NBA Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Fleiri fréttir Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Sjá meira