Viðskipti innlent

Greiddu 2,4 milljarða króna fyrir Domino's á Íslandi

Eiður Þór Árnason skrifar
Domino's rekur 23 staði á Íslandi. 
Domino's rekur 23 staði á Íslandi.  Vísir/Vilhelm

Íslenski fjárfestahópurinn sem hefur fest kaup á rekstri Domino’s á Íslandi greiddi hinu breska Domino‘s Group 2,4 milljarða króna fyrir skyndibitakeðjuna.

Þetta kemur fram í tilkynningu félagsins til Kauphallarinnar í London en Markaðurinn greinir frá þessu. Tilkynnt var í lok mars að hópur fjárfesta á Íslandi sem Birgir Bieltvedt fer fyrir hafi lokið kaupum á rekstrinum. Reiknað er með að salan gangi í gegn í maí.

Samanstendur hópurinn af Eyju fjárfestingarfélagi, sem er í eigu Birgis, Kristni, sem er í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur, Sjávarsýn í eigu Bjarna Ármannssonar og Lýsi, sem er meðal annars í eigu Gunnlaugs S. Gunnlaugssonar og Katrínar Pétursdóttur. Samþykki Samkeppniseftirlitsins þarf fyrir sölunni.

Domino’s Pizza Group plc í Bretlandi, setti íslenskt rekstrarfélag Domino’s, Pizza Pizza ehf., í formlegt söluferli á síðasta ári. Fjárfestahópur sem Þórarinn Ævarsson, stofnandi pizzustaðarins Spaðans, fór fyrir gerði sömuleiðis tilraun til að kaupa reksturinn á Íslandi.

Er þetta í þriðja sinn sem Birgir kemur inn í rekstur Domino‘s en hann kom að stofnun fyrirtækisins hér á landi á tíunda áratugnum. Árið 2005 seldi hann hlut sinn í fyrirtækinu en keypti það svo aftur árið 2011 af Landsbankanum sem hafði tekið fyrirtækið yfir vegna slæmrar skuldastöðu.

Árin 2016 og 2017 keypti svo Domino‘s Group í Bretlandi fyrirtækið í tveimur skrefum af Birgi og öðrum hluthöfum.

Tekjur Domino‘s á Íslandi námu 20,5 milljónum punda í fyrra, jafnvirði 3,7 milljarða króna miðað við þáverandi gengi. Rekstrarhagnaður var liðlega 100 milljónir en tekjur fyrirtækisins drógust saman um 17% á síðasta ári.


Tengdar fréttir

Þórarinn Ævarsson vill kaupa Domino‘s

Fjárfestahópur sem Þórarinn Ævarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi og stofnandi pizzustaðarins Spaðans, fer fyrir er einn af þremur fjárfestahópum sem vilja kaupa rekstur Domino‘s á Íslandi af Domino‘s Pizza Group í Bretlandi.

Eigendur Domino's hyggjast yfirgefa Ísland

Domino's Pizza Group, breska félagið sem rekur Domino's á Íslandi, hyggst selja rekstur sinn í löndum utan Bretlands, þar á meðal á Íslandi.

Domino's með fimmtung markaðarins

Domino's er með stærsta markaðshlutdeild á íslenska skyndibitamarkaðnum, ef marka má tölur sem unnar eru upp úr neyslugögnum frá fjártæknifyrirtækinu Meniga.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Engar hækkanir skráðar í dag

Mesta lækkun dagsins


Engar lækkanir skráðar í dag
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.