Lögbannskröfu NOVIS gegn Seðlabankanum hafnað Kjartan Kjartansson skrifar 6. apríl 2021 18:38 Tilkynning Seðlabankans um NOVIS var talin ónákvæm en innan svigrúm bankans til að birta upplýsingar um aðila sem hann hefur eftirlit með. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í kröfu slóvakíska vátryggingafélagsins NOVIS um að lögbann yrði lagt á að Seðlabanki Íslands birti grein um sölubann á fyrirtækið á vefsíðu sinni. Seðlabankinn var ekki talinn hafa farið út fyrir heimildir sínar sem eftirlitsaðili á vátryggingamarkaði. Forsaga málsins er sú að Seðlabankinn birti tilkynningu um að tímabundið bann hefði verið lagt við nýsölu vátryggingaafurða NOVIS í Slóvakíu í september. Bannið næði til Íslands. NOVIS tryggði þá þúsundir íslenskra viðskiptavina. Forsvarsmenn NOVIS á Íslandi voru ósáttir við tilkynningu Seðlabankans og kröfðust þess að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu legði lögbann við því að bankinn birti hana á vefsíðu sinni. Héldu því þeir fram að rangfærslur væru í tilkynningunni þar sem að ekki væri um sölubann að ræða. Sýslumaður synjaði beiðninni. NOVIS kærði synjun sýslumanns til héraðsdóms. Í úrskurði hans þar sem kröfu fyrirtækisins er hafnað kemur fram að tilkynning Seðlabankans um NOVIS hafi ekki verið nákvæm að öllu leyti. Orðalagið um „tímabundið bann við nýsölu vátryggingaafurða […] þar til tilgreind skilyrði hafi verið uppfyllt“ hafi mátt skilja þannig að almennt bann hefði verið lagt við nýsölu vátrygginga NOVIS. Í raun hafi ákvörðun Seðlabanka Slóvakíu falið í sér bann við samningum sem uppfylltu ekki ákveðin skilyrði. Dómurinn taldi að ákvörðun Seðlabanka Slóvakíu hafi borið skýrlega með sér að vafi hafi verið upp um hvort að viðskiptahættir NOVIS samrýmdust lög og samninga. Þrátt fyrir ónákvæmnina í tilkynningu Seðlabanka Íslands taldi dómurinn að bankinn hefði ekki farið út fyrir svigrúm sitt til að birta upplýsingar um málefni tengd þeim aðilum sem hann hefur eftirlit með. Kröfu NOVIS um að ákvörðun sýslumanns um að synja lögbannsbeiðninni yrði felld úr gildi og honum gert að leggja lögbann á birtingu tilkynningarinnar var því hafnað. NOVIS þarf að greiða Seðlabankanum 700.000 krónur í málskostnað. Seðlabankinn Tryggingar Dómsmál Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri Novis hristir höfuðið yfir tilkynningu Seðlabankans Framkvæmdastjóri slóvakíska tryggingafélagsins Novis segir alrangt að Seðlabanki Slóvakíu hafi gefið út bann við nýsölu vátrygginga eins og haldið er fram á heimasíðu Seðlabanka Íslands. 22. september 2020 15:07 Óvissa um stöðu Novis sem tryggir fimm þúsund manns hér á landi Rúmlega fimm þúsund manns hér á landi ættu að velta fyrir sér tryggingamálum sínum eftir að Seðlabanki Slóvakíu lagði tímabundið bann við nýsölu vátryggingaafurða tryggingafélagsins Novis. 22. september 2020 11:34 Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Bird skellt í lás Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Sjá meira
Forsaga málsins er sú að Seðlabankinn birti tilkynningu um að tímabundið bann hefði verið lagt við nýsölu vátryggingaafurða NOVIS í Slóvakíu í september. Bannið næði til Íslands. NOVIS tryggði þá þúsundir íslenskra viðskiptavina. Forsvarsmenn NOVIS á Íslandi voru ósáttir við tilkynningu Seðlabankans og kröfðust þess að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu legði lögbann við því að bankinn birti hana á vefsíðu sinni. Héldu því þeir fram að rangfærslur væru í tilkynningunni þar sem að ekki væri um sölubann að ræða. Sýslumaður synjaði beiðninni. NOVIS kærði synjun sýslumanns til héraðsdóms. Í úrskurði hans þar sem kröfu fyrirtækisins er hafnað kemur fram að tilkynning Seðlabankans um NOVIS hafi ekki verið nákvæm að öllu leyti. Orðalagið um „tímabundið bann við nýsölu vátryggingaafurða […] þar til tilgreind skilyrði hafi verið uppfyllt“ hafi mátt skilja þannig að almennt bann hefði verið lagt við nýsölu vátrygginga NOVIS. Í raun hafi ákvörðun Seðlabanka Slóvakíu falið í sér bann við samningum sem uppfylltu ekki ákveðin skilyrði. Dómurinn taldi að ákvörðun Seðlabanka Slóvakíu hafi borið skýrlega með sér að vafi hafi verið upp um hvort að viðskiptahættir NOVIS samrýmdust lög og samninga. Þrátt fyrir ónákvæmnina í tilkynningu Seðlabanka Íslands taldi dómurinn að bankinn hefði ekki farið út fyrir svigrúm sitt til að birta upplýsingar um málefni tengd þeim aðilum sem hann hefur eftirlit með. Kröfu NOVIS um að ákvörðun sýslumanns um að synja lögbannsbeiðninni yrði felld úr gildi og honum gert að leggja lögbann á birtingu tilkynningarinnar var því hafnað. NOVIS þarf að greiða Seðlabankanum 700.000 krónur í málskostnað.
Seðlabankinn Tryggingar Dómsmál Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri Novis hristir höfuðið yfir tilkynningu Seðlabankans Framkvæmdastjóri slóvakíska tryggingafélagsins Novis segir alrangt að Seðlabanki Slóvakíu hafi gefið út bann við nýsölu vátrygginga eins og haldið er fram á heimasíðu Seðlabanka Íslands. 22. september 2020 15:07 Óvissa um stöðu Novis sem tryggir fimm þúsund manns hér á landi Rúmlega fimm þúsund manns hér á landi ættu að velta fyrir sér tryggingamálum sínum eftir að Seðlabanki Slóvakíu lagði tímabundið bann við nýsölu vátryggingaafurða tryggingafélagsins Novis. 22. september 2020 11:34 Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Bird skellt í lás Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Sjá meira
Framkvæmdastjóri Novis hristir höfuðið yfir tilkynningu Seðlabankans Framkvæmdastjóri slóvakíska tryggingafélagsins Novis segir alrangt að Seðlabanki Slóvakíu hafi gefið út bann við nýsölu vátrygginga eins og haldið er fram á heimasíðu Seðlabanka Íslands. 22. september 2020 15:07
Óvissa um stöðu Novis sem tryggir fimm þúsund manns hér á landi Rúmlega fimm þúsund manns hér á landi ættu að velta fyrir sér tryggingamálum sínum eftir að Seðlabanki Slóvakíu lagði tímabundið bann við nýsölu vátryggingaafurða tryggingafélagsins Novis. 22. september 2020 11:34