Viðskipti innlent

Splunkunýtt skip Samherja komið til Eyjafjarðar

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Vilhelm Þorsteinsson EA, sigldi í fyrsta sinn inn Eyjafjörð í gær.
Vilhelm Þorsteinsson EA, sigldi í fyrsta sinn inn Eyjafjörð í gær. mynd/Þórhallur Jónsson

Nýtt uppsjávarskip, Vilhelm Þorsteinsson EA, sigldi í fyrsta sinn inn Eyjafjörð í gær en skipið var sérsmíðað í Danmörku fyrir Samherja. Skipið er 89 metrar á lengd, 16,6 metrar á breidd og burðargeta þess vel yfir þrjú þúsund tonn í þrettán lestartönkum þar sem afli verður kældur. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Samherja.

Skipið var hannað og smíðað í Karstensens skipasmíðastöðinni í Skagen í Danmörku eftir óskum og þörfum Samherja. „Beðið hefur verið eftir skipinu með nokkurri eftirvæntingu en samningar um smíði þess voru undirritaðir 4. september 2018. Þann dag hefðu tvíburarnir Baldvin og Vilhelm Þorsteinssynir orðið 90 ára. Nýsmíðin leysir af hólmi eldri Vilhelm Þorsteinsson EA 11 sem kom nýr til landsins um síðustu aldamót,“ segir í tilkynningunni.

Tvíburabræðurnir Baldvin og Vilhelm Þorsteinssynir hefðu orðið 90 ára í september 2018. Hér er gömul mynd af þeim bræðrum, tekin í Hlíðarfjalli.

Kristján Vilhelmsson, framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Samherja, segir að allur aðbúnaður í nýja skipinu sé eins og best verði á kosið en um borð sé öll sú nýjasta tækni sem er fáanleg. Þorsteinn Már Baldvisson, forstjóri Samherja, sigldi með skipinu heim til Íslands en nánar er fjallað um komu skipsins á heimasíðu Samherja.

Öll áhöfn skipsins og gestir um borð fóru í skimun vegna Covid-19 áður en lagt var af stað frá Skagen og svo að nýju þegar komið var til landsins í gær.mynd/Þórhallur Jónsson
Guðmundur Þ. Jónsson, skipstjóri á Vilhelm Þorsteinssyni EA 11, segir að skipið sé framúrskarandi vel hannað.mynd/Þórhallur Jónsson
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
3,05
13
257.683
REGINN
2
4
53.175
ARION
1,22
42
914.527
SIMINN
1,06
9
234.803
EIM
0,69
2
64.308

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
-1,86
41
928.396
REITIR
-1,42
14
57.606
ICESEA
-0,92
12
136.097
ICEAIR
-0,71
20
8.546
EIK
-0,5
5
29.126
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.