Sýn hf. selur félag í Færeyjum og fjarskiptainnviði fyrir milljarða Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. apríl 2021 13:31 Sýn hf. á og rekur Vodafone, Stöð 2, fréttavefinn Vísi og útvarpsstöðvarnar Bylgjuna, FM 957 og X-ið 977. Vísir/Vilhelm Fjarskiptafélagið Sýn hf. hefur undirritað samning um sölu á hlut félagsins í færeyska hlutdeildarfélaginu P/F 20.11.19. fyrir sem nemur rúmum einum milljarði króna. Sýn átti 49,9% hlut í félaginu. Þá hefur Sýn einnig samið um sölu á óvirkum fjarskiptainnviðum félagsins fyrir rúma sex milljarða. „Kaupverðið er 52,5 milljónir DKK og greiðist þegar öllum skilyrðum kaupsamnings hefur verið fullnægt. Það er mat stjórnenda félagsins að það verði á 2. ársfjórðungi. Eftir söluna mun áfram verða til staðar þjónustusamningur á milli félaganna. Viðskiptin hafa engin áhrif á EBITDA félagsins en styrkja lausafjárstöðu þess,“ segir í tilkynningu til Kauphallar í gær vegna sölunnar. Þá hefur Sýn jafnframt samið um sölu og endurleigu á óvirkum farsímainnviðum félagsins þar sem væntanlegur söluhagnaður nemur yfir sex milljörðum króna. Samningarnir eru þó gerðir með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins auk annarra fyrirvara. „Reikningsskil félagsins eru gerð í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaða (IFRS). Í samræmi við kröfur þeirra staðla verður farið með viðskiptin sem sölu og endurleigu á eignum. Af þeirri ástæðu mun meðferð þess söluhagnaðar sem verður af viðskiptunum ekki vera færður að fullu í gegnum rekstur á söludegi. Söluhagnaðurinn mun hlutfallast miðað við hlutfall gangvirðis og núvirðis væntrar leiguskuldbindingar. Núverandi mat miðar við að það hlutfall sé í kringum 80-85%. Miðað við þær forsendur mun 15-20% af söluhagnaðinum verða færður í gegnum rekstur á söludegi en hinum hlutanum frestað í því formi að hann er færður til lækkunar á leigueigninni sem leiðir til lægri afskrifta yfir samningstímann. Endanleg hlutföll hafa ekki verið að fullu staðfest og því geta forsendur breyst. Samhliða var gerður langtímaleigusamningur, sem tryggja mun áframhaldandi aðgang félagsins að hinum óvirku farsímainnviðum. Allur virkur farsímabúnaður verður áfram í eigu Sýnar hf,“ segir í tilkynningu til Kauphallar vegna síðarnefndu sölunnar. Vísir er í eigu Sýnar hf. Fréttin hefur verið uppfærð. Fjarskipti Markaðir Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira
„Kaupverðið er 52,5 milljónir DKK og greiðist þegar öllum skilyrðum kaupsamnings hefur verið fullnægt. Það er mat stjórnenda félagsins að það verði á 2. ársfjórðungi. Eftir söluna mun áfram verða til staðar þjónustusamningur á milli félaganna. Viðskiptin hafa engin áhrif á EBITDA félagsins en styrkja lausafjárstöðu þess,“ segir í tilkynningu til Kauphallar í gær vegna sölunnar. Þá hefur Sýn jafnframt samið um sölu og endurleigu á óvirkum farsímainnviðum félagsins þar sem væntanlegur söluhagnaður nemur yfir sex milljörðum króna. Samningarnir eru þó gerðir með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins auk annarra fyrirvara. „Reikningsskil félagsins eru gerð í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaða (IFRS). Í samræmi við kröfur þeirra staðla verður farið með viðskiptin sem sölu og endurleigu á eignum. Af þeirri ástæðu mun meðferð þess söluhagnaðar sem verður af viðskiptunum ekki vera færður að fullu í gegnum rekstur á söludegi. Söluhagnaðurinn mun hlutfallast miðað við hlutfall gangvirðis og núvirðis væntrar leiguskuldbindingar. Núverandi mat miðar við að það hlutfall sé í kringum 80-85%. Miðað við þær forsendur mun 15-20% af söluhagnaðinum verða færður í gegnum rekstur á söludegi en hinum hlutanum frestað í því formi að hann er færður til lækkunar á leigueigninni sem leiðir til lægri afskrifta yfir samningstímann. Endanleg hlutföll hafa ekki verið að fullu staðfest og því geta forsendur breyst. Samhliða var gerður langtímaleigusamningur, sem tryggja mun áframhaldandi aðgang félagsins að hinum óvirku farsímainnviðum. Allur virkur farsímabúnaður verður áfram í eigu Sýnar hf,“ segir í tilkynningu til Kauphallar vegna síðarnefndu sölunnar. Vísir er í eigu Sýnar hf. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fjarskipti Markaðir Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira