Viðskipti innlent

Cocoa Puffs og Lucky Charms verða ekki fáanleg á Íslandi

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Nú fer hver að verða síðastur að ná sér í pakka, ef marka má tilkynningu Nathan & Olsen.
Nú fer hver að verða síðastur að ná sér í pakka, ef marka má tilkynningu Nathan & Olsen.

Cocoa Puffs og Lucky Charms verða brátt ófáanleg á Íslandi ef marka má tilkynningu frá Nathan & Olsen. Þar segir að framleiðandinn General Mills hafi nýlega upplýst að ný uppskrift samræmist ekki Evrópulöggjöf.

Ástæðan er viðbætt náttúrulegt litarefni, sem er þá líklega bannað að nota í matvælaframleiðslu í Evrópu.

„Þetta er auðvitað mjög leiðinlegt fyrir okkur og íslenska neytendur,“ er haft eftir Lísu Björg Óskarsdóttur, framkvæmdastjóra Nathan & Olsen.

„Bæði Cocoa Puffs og Lucky Charms hafa átt fastan sess á heimilum landsmanna um áratuga skeið og notið mikilla vinsælda fólks á öllum aldri. Þessar vörur, ásamt ýmsum öðrum frá Bandaríkjunum, eru eftirsóttar á Íslandi en hér hefur verið innleidd Evrópulöggjöf sem getur verið hamlandi þegar kemur að því að bjóða neytendum fjölbreytt úrval af bandarískum vörum.“

Þá segir að í tilkynningunni frá General Mills komi fram að unnið sé hörðum höndum að því að þróa aðrar lausnir í framleiðslu fyrir Evrópumarkað.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×