Handbolti

Svo gott sem úr leik eftir tap í fram­lengingu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Daníel Freyr átti fínan leik í liði Guif í kvöld en það dugði ekki til.
Daníel Freyr átti fínan leik í liði Guif í kvöld en það dugði ekki til. Vísir/Bára

Daníel Freyr Andrésson og félagar í Guif eru í slæmum málum eftir tap gegn Sävehof í úrslitakeppni sænsku úrvalsdeildarinnar í handbolta. Lokatölur 31-28 Sävehof í vil í framlengdum leik og toppliðið þar með 2-0 yfir í einvíginu.

Daníel Freyr varði tólf skot í leik kvöldsins og var með 29 prósent markvörslu er lið hans henti frá sér forystunni undir lok leiks. Guif var mest fimm mörkum yfir í fyrri hálfleik en staðan var 11-8 í hálfleik. 

Liðið hélt þeirri forystu nær allan síðari hálfleikinn en Sävehof - sem var í 1. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar á meðan Guif var í 8. sæti – beit frá sér undir lok leiks og náði að jafna metin í 23-23 áður en flautað var til leiksloka.

Sävehof byrjaði framlengjuna af krafti og vann á endanum leikinn 31-28. Þar með er staðan í einvíginu 2-0 fyrir topplið deildarinnar en vinna þarf þrjá leiki til að komast í undanúrslit.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×