Viðskipti innlent

Fram­tíð ferða­þjónustunnar: Björn Leví ræðir stöðu og horfur

Atli Ísleifsson skrifar
Björn Leví Gunnarsson er gestur Jóhannesar Þórs Skúlasonar, framkvæmdastjóra SAF í dag.
Björn Leví Gunnarsson er gestur Jóhannesar Þórs Skúlasonar, framkvæmdastjóra SAF í dag. SAF

Björn Leví Gunnarsson frá Pírötum er næsti gestur í þættinum Samtal við stjórnmálin sem Samtök ferðaþjónustunnar stendur að.

Þættirnir hafa verið sýndir á miðvikudögum en þar er rætt við leiðtoga og fulltrúa stjórnmálaflokkanna um stöðu og horfur í ferðaþjónustu.

Björn Leví Gunnarsson, Pírötum, verður gestur Jóhannesar Þórs Skúlasonar, framkvæmdastjóra SAF, í fimmta þætti sem fer í loftið í dag klukkan 9.15.

Klippa: Framtíð ferðaþjónustunnar - Björn Leví fer yfir stöðu og horfur

„Fólk í ferðaþjónustu hefur brennandi áhuga á að heyra afstöðu einstakra stjórnmálaflokka og stjórnmálamanna til atvinnugreinarinnar. Í þáttunum verður reynt að leiða fram þá sýn sem flokkarnir hafa gagnvart viðspyrnu og framtíð atvinnugreinarinnar og efnahagslífsins inn í næstu mánuði og næsta kjörtímabil. Hvernig sjá þau framtíð greinarinnar fyrir sér?

Hvernig ætla þau að styðja við endurreisn hennar og hvaða breytingar þarf að gera á rekstrarumhverfinu? Hvert verður hlutverk ferðaþjónustu í verðmætasköpun og gjaldeyrisöflun á næstu árum og áratugum?“ segir í tilkynningu frá SAF, en fylgjast má með þættinum í spilaranum að ofan.


Tengdar fréttir

Fram­tíð ferða­þjónustunnar: Sigurður Ingi ræðir stöðu og horfur

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, er næsti gestur í þættinum „Samtal við stjórnmálin“ sem Samtök ferðaþjónustunnar standa að. Á næstu vikum munu SAF bjóða til sín leiðtogum og fulltrúum stjórnmálaflokkanna til að ræða um stöðu og horfur í ferðaþjónustu.

Fram­tíð ferða­þjónustunnar: Logi fer yfir stöðu og horfur

Á næstu vikum munu Samtök ferðaþjónustunnar bjóða til sín leiðtogum og fulltrúum stjórnmálaflokkanna til að ræða um stöðu og horfur í ferðaþjónustu. Í öðrum þættinum, sem hefst klukkan 9:15, verður rætt við Loga Einarsson, formann Samfylkingarinnar.

Framtíð ferðaþjónustunnar: Þorgerður Katrín fer yfir stöðu og horfur

Á næstu vikum munu Samtök ferðaþjónustunnar bjóða til sín leiðtogum og fulltrúum stjórnmálaflokkanna til að ræða um stöðu og horfur í ferðaþjónustu. Í fyrsta þættinum, sem hefst klukkan 9:15, verður rætt við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×