Þórsarar endurheimta Drungilas en enda þeir taphrinuna í toppslag kvöldsins? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. mars 2021 16:31 Adomas Drungilas skorar fyrir Þór í fyrri leiknum á móti Stjörnunni. Vísir/Elín Björg Liðin í öðru og þriðja sæti Domino´s deildar karla í körfubolta, Stjarnan og Þór Þorlákshöfn, mætast í Icelandic Glacial höllin í Þorlákshöfn í kvöld. Stjarnan er með tveimur stigum meira en Þórsliðið í öðru sæti deildarinnar en með sigri ná Þórsarar öðru sætinu og tryggja sér um leið betri innbyrðis stöðu á móti Garðbæingum út tímabilið. Leikur Þórs Þ. og Stjörnunnar verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 og hefst útsendingin klukkan 18.05. Bæði liðin töpuðu síðasta leik sínum og Þórsarar hafa nú tapað tveimur leikjum í röð. Liðið lék síðasta leik án litháíska leikmannsins Adomas Drungilas sem tók út leikbann á móti Grindavík. Í leiknum á undan tapaði Þórsliðið á móti Keflavík en þar á undan hafði spútniklið vetrarins unnið fimm leiki í röð. Stjarnan tapaði óvænt á móti Þór Akureyri í síðasta leik sínum en Garðabæjarliðið hefur ekki tapað tveimur deildarleikjum í röð undanfarna rúmu sextán mánuði. Stjarnan hefur síðan unnið sex leiki í röð í næsta leik eftir tapleik. Þórsarar sóttu sigur í Garðabæinn í fyrri leik liðanna í janúar en Þórsliðið vann leikinn 111-100 þar sem umræddur Adomas Drungilas var með 20 stig, 14 fráköst, 5 stoðsendingar, 3 stolna bolta og 3 varin skot. Stjörnuliðið hefur ekki fengið á sig fleiri stig í einum leik en liðið er að fá á sig meðaltali 88,2 stig í leik. Ragnar Örn Bragason setti líka niður 20 stig í leiknum en hann var með fjóra þrista og alls voru fimm leikmenn Þórsliðsins með fimmtán stig eða meira því Larry Thomas og Emil Karel Einarsson skoruðu báðir 16 stig og Styrmir Snær Þrastarson var með 15 stig. Ægir Þór Steinarsson og Gunnar Ólafsson voru báðir með 24 stig fyrir Stjörnuna í leiknum og Mirza Sarajlija skoraði 19 stig. Stjörnuliðið lék án sænska landsliðsmannsins Alexander Lindqvist og verða væntanlega aftur án hans í kvöld þar sem hann fór til Svíþjóðar á dögunum vegna persónulegra ástæðna. Auk þess að sýna beint frá leik Þórs Þ. og Stjörnunnar þá verður leikur Vals og Tindastóls sýndur beint á Stöð 2 Sport frá klukkan 19.45 og á eftir honum verða Dominos Tilþrifin. Leikur Vals og Tindastóls er styrktarleikur fyrir Píeta samtökin. Píeta samtökin eru samtök sem sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur. Leikurinn verður í opinn dagskrá á Stöð 2 Sport og hefst klukkkan 20.15 en útsending hefst klukkan 19.45 þar sem vakin verður athygli á samtökunum. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn Stjarnan Mest lesið HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti Fleiri fréttir Sparkaði í og trampaði á mótherja Pargo snýr aftur og klárar tímabilið með Grindavík Uppgjörið: Þór Þ - Keflavík 78 - 98 | Keflavíkurhraðlestin brunaði heim með öll stigin Shabazz látinn fara frá Grindavík Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 125-87 | Meistararnir völtuðu yfir Stólana „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Sjá meira
Stjarnan er með tveimur stigum meira en Þórsliðið í öðru sæti deildarinnar en með sigri ná Þórsarar öðru sætinu og tryggja sér um leið betri innbyrðis stöðu á móti Garðbæingum út tímabilið. Leikur Þórs Þ. og Stjörnunnar verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 og hefst útsendingin klukkan 18.05. Bæði liðin töpuðu síðasta leik sínum og Þórsarar hafa nú tapað tveimur leikjum í röð. Liðið lék síðasta leik án litháíska leikmannsins Adomas Drungilas sem tók út leikbann á móti Grindavík. Í leiknum á undan tapaði Þórsliðið á móti Keflavík en þar á undan hafði spútniklið vetrarins unnið fimm leiki í röð. Stjarnan tapaði óvænt á móti Þór Akureyri í síðasta leik sínum en Garðabæjarliðið hefur ekki tapað tveimur deildarleikjum í röð undanfarna rúmu sextán mánuði. Stjarnan hefur síðan unnið sex leiki í röð í næsta leik eftir tapleik. Þórsarar sóttu sigur í Garðabæinn í fyrri leik liðanna í janúar en Þórsliðið vann leikinn 111-100 þar sem umræddur Adomas Drungilas var með 20 stig, 14 fráköst, 5 stoðsendingar, 3 stolna bolta og 3 varin skot. Stjörnuliðið hefur ekki fengið á sig fleiri stig í einum leik en liðið er að fá á sig meðaltali 88,2 stig í leik. Ragnar Örn Bragason setti líka niður 20 stig í leiknum en hann var með fjóra þrista og alls voru fimm leikmenn Þórsliðsins með fimmtán stig eða meira því Larry Thomas og Emil Karel Einarsson skoruðu báðir 16 stig og Styrmir Snær Þrastarson var með 15 stig. Ægir Þór Steinarsson og Gunnar Ólafsson voru báðir með 24 stig fyrir Stjörnuna í leiknum og Mirza Sarajlija skoraði 19 stig. Stjörnuliðið lék án sænska landsliðsmannsins Alexander Lindqvist og verða væntanlega aftur án hans í kvöld þar sem hann fór til Svíþjóðar á dögunum vegna persónulegra ástæðna. Auk þess að sýna beint frá leik Þórs Þ. og Stjörnunnar þá verður leikur Vals og Tindastóls sýndur beint á Stöð 2 Sport frá klukkan 19.45 og á eftir honum verða Dominos Tilþrifin. Leikur Vals og Tindastóls er styrktarleikur fyrir Píeta samtökin. Píeta samtökin eru samtök sem sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur. Leikurinn verður í opinn dagskrá á Stöð 2 Sport og hefst klukkkan 20.15 en útsending hefst klukkan 19.45 þar sem vakin verður athygli á samtökunum. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn Stjarnan Mest lesið HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti Fleiri fréttir Sparkaði í og trampaði á mótherja Pargo snýr aftur og klárar tímabilið með Grindavík Uppgjörið: Þór Þ - Keflavík 78 - 98 | Keflavíkurhraðlestin brunaði heim með öll stigin Shabazz látinn fara frá Grindavík Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 125-87 | Meistararnir völtuðu yfir Stólana „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Sjá meira