Viðskipti innlent

Einn dregur fram­boð sitt til stjórnar Icelandair til baka

Atli Ísleifsson skrifar
Aðalfundur Icelandair Group er haldinn rafrænt á morgun.
Aðalfundur Icelandair Group er haldinn rafrænt á morgun. Vísir/Vilhelm

Martin J. St. George hefur dregið framboð sitt til stjórnar Icelandair Group til baka, en eftir standa þá átta frambjóðendur.

Þetta kemur fram í tilkynningu Icelandair Group til Kauphallarinnar í gærkvöldi, en aðalfundur félagsins er haldinn rafrænt á morgun.

Martin J. St. George er framkvæmdastjóri hjá flugfélaginu LATAM í Suður-Ameríku en hefur áður starfað meðal annars hjá United Airlines, Norwegian og jetBlue. Hann var síðastur til að tilkynna um framboð sitt til stjórnar Icelandair, en í tilkynningunni er ekkert gefið upp um ástæðu þess að hann hafi nú dregið framboðið til baka.

Frambjóðendur til stjórnar Icelandair Group eru þá átta: Guðmundur Hafsteinsson, John F. Thomas, Nina Jonsson, Steinn Logi Björnsson, Sturla Ómarsson, Svafa Grönfeldt, Úlfar Steindórsson og Þórunn Reynisdóttir.

Fimm eiga sæti í stjórninni, en núverandi stjórnarmenn bjóða sig öll fram til endurkjörs, það er þau Úlfar, Svafa, Guðmundur, John F. Thomas og Nina Jonsson.


Tengdar fréttir





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×