Golf

Ekki einn af þeim hundrað bestu í heimi í fyrsta sinn síðan 1993

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Phil Mickelson hefur ekki verið að spila vel á þessu ári.
Phil Mickelson hefur ekki verið að spila vel á þessu ári. Getty/Carmen Mandato

Bandaríski kylfingurinn Phil Mickelson er ekki lengur meðal hundrað efstu á heimslistanum í golfi og það eru söguleg tímamót.

Mickelson hafði fram að nýjasta listanum verið inn á topp hundrað síðan árið eða síðan að hann vann International tournament sem var hans annar sigur á PGA-móti.

Mickelson var búinn að vera meðal hundrað bestu í heimi samfellt í 1425 vikur eða í næstum því þrjá áratugi.

Mickelson tók ekki þátt í Arnold Palmer Invitational mótinu um helgina og er nú dottinn niður í 101. sæti á listanum.

Hinn fimmtugi Mickelson hóf árið í 66. sæti listans en hefur ekki spilað vel á árinu 2021. Hann er búinn að taka þátt í fjórum mótum, náði tvisvar sinnum ekki niðurskurðinum og endaði í 53. sæti á hinum tveimur mótunum.

Mickelson hefur alls unnið 55 mót á PGA-mótaröðinni, fimm risamót og er þegar kominn inn í heiðurshöll golfsins.

Mickelson komst inn á topp hundrað sumarið 1993 en náði hæst í annað sæti heimslistans. Tiger Woods sá til þess að Mickelson komst aldrei á toppinn því Phil var í öðru sæti eftir Tiger í 270 vikur.

Mickelson vann síðast mót árið 2019 en það var á AT&T Pebble Beach National Pro-Am mótinu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.