Íslandsbanki hækkar fasta vexti húsnæðislána en fellir niður lántökugjöld af „grænum húsnæðislánum“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. mars 2021 13:01 Frá og með næsta þriðjudegi hækka fastir vextir óverðtryggðra lána hjá Íslandsbanka. Vísir/Vilhelm Frá og með næsta þriðjudegi hækka fastir vextir óverðtryggðra lána hjá Íslandsbanka. Þá taka jafnframt gildi breytingar á vaxtatöflu bankans sem fela í sér að ekkert lántökugjald verður innheimt af svokölluðum grænum húsnæðislánum auk þess sem 0,10% vaxtaafsláttur verður veittur af slíkum lánum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandsbanka í gær. Það eru ekki aðeins vextir af óverðtryggðum húsnæðislánum sem hækka heldur hækka innlánsvextir með föstum vöxtum til tólf mánaða einnig, eða úr 1% og upp í 1,2%. Þá lækka aftur á móti vextir á láni í appi bankans um 0,30 prósentustig af nýjum lánum, og fara lægstu vextir þannig úr 5,95% niður í 5,65%. Hækkun fastra vaxta óverðtryggðra húsnæðislána sem áður var vísað til nemur á bilinu 0,10 til 0,30 prósentustigum. Þannig hækka vextir óverðtryggðra þriggja ára A húsnæðislána úr 4,10% upp í 4,20% og vextir óverðtryggðra fimm ára B húsnæðislána hækka úr 5,50% upp í 5,80% en nánari sundurliðun um breytingar á vaxtatöflu má nálgast í tilkynningu bankans. Á heimasíðu bankans segir um græn húsnæðislán að bankinn bjóði „hagstæðari kjör á húsnæðislánum við fjármögnun á vistvænu húsnæði sem hefur hlotið viðurkennda umhverfisvottun.“ Ekkert lántökugjald sé innheimt af slíkum lánum og þar að auki fáist 0,10% vaxtaafsláttur af lánakjörum ef eignin er vistvottuð. Íslenskir bankar Neytendur Húsnæðismál Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Kaffi heldur áfram að hækka í verði Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Um forvitna yfirmanninn Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Forstjóri X hættir óvænt Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandsbanka í gær. Það eru ekki aðeins vextir af óverðtryggðum húsnæðislánum sem hækka heldur hækka innlánsvextir með föstum vöxtum til tólf mánaða einnig, eða úr 1% og upp í 1,2%. Þá lækka aftur á móti vextir á láni í appi bankans um 0,30 prósentustig af nýjum lánum, og fara lægstu vextir þannig úr 5,95% niður í 5,65%. Hækkun fastra vaxta óverðtryggðra húsnæðislána sem áður var vísað til nemur á bilinu 0,10 til 0,30 prósentustigum. Þannig hækka vextir óverðtryggðra þriggja ára A húsnæðislána úr 4,10% upp í 4,20% og vextir óverðtryggðra fimm ára B húsnæðislána hækka úr 5,50% upp í 5,80% en nánari sundurliðun um breytingar á vaxtatöflu má nálgast í tilkynningu bankans. Á heimasíðu bankans segir um græn húsnæðislán að bankinn bjóði „hagstæðari kjör á húsnæðislánum við fjármögnun á vistvænu húsnæði sem hefur hlotið viðurkennda umhverfisvottun.“ Ekkert lántökugjald sé innheimt af slíkum lánum og þar að auki fáist 0,10% vaxtaafsláttur af lánakjörum ef eignin er vistvottuð.
Íslenskir bankar Neytendur Húsnæðismál Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Kaffi heldur áfram að hækka í verði Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Um forvitna yfirmanninn Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Forstjóri X hættir óvænt Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sjá meira