Teitur um Njarðvíkurliðið: Afskaplega daprir, hörmulegir varnarlega, þreyttir og gamlir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. mars 2021 10:31 Njarðvíkurliðið er orðið þreytt og gamalt að mati Teits Örlygssonar. Vísir/Hulda Margrét Teitur Örlygsson, sérfræðingur Dominos Körfuboltakvölds og fyrrum leikmaður Njarðvíkur, var ekki að skafa ofan af því er hann ræddi sitt gamla lið í þætti gærkvöldsins. Hann tætti varnarleik liðsins í sig og sagði liðið gamalt og þreytt. „Ég veit það ekki. Ég er búinn að taka svo mörg „rönt“ hérna yfir Njarðvík síðustu árin að ég hef eiginlega ekki geð í mér. Kannski að Benni [Benedikt Guðmundsson] svari þessi bara núna,“ sagði Teitur aðspurður hvað væri í gangi í Njarðvík. „Þeir eru afskaplega daprir. Það þarf ekkert að benda neinum á það, það vita það allir. Þetta er bara ráðaleysi finnst mér, báðum megin. Hörmulegir varnarlega, það virðist enginn metnaður vera varnarlega. Það er engin liðsvörn og þetta er alltaf einn á einn. Það eru aldrei fimm menn að dekka boltann, allskyns undirstöðuatriði bara hræðileg,“ bætti Teitur við eftir að Benni sendi spurninguna rakleiðis til baka. „Ef þú horfir á Njarðvík eru kannski tveir menn að spila síðasta tímabilið sitt og aðrir – útlendingar – líklega bara í síðasta „gigginu“ sínu. Liðið er bara þreytt og gamalt.“ Nefndi Teitur þá Rodney Glasgow og Kyle Johnson er Kjartan Atli Kjartansson – þáttastjórnandi – spurði út í hvaða erlendu leikmenn um væri að ræða. Teitur telur einnig að Logi Gunnarsson og Ólafur Helgi Jónsson séu að spila sitt síðasta tímabil. „Þetta eru allt saman menn sem eru að spila helling af mínútum og eru í risa hlutverki.“ Um leikinn gegn KR „Það sem gladdi mig mest í gær var Veigar [Páll Alexandersson], fannst hann virkilega flottur. Varnarleikurinn hjá mörgum mönnum – Jón Arnór [Sverrisson] til dæmis - búinn að vera hræðilegur í síðustu leikjum. Varnarleikurinn hjá [Antonio] Hester skelfilegur en mjög flottur í sókn. Maciek [Stanislav Baginski] þarf tíma, hann er líklega besti skotmaðurinn af þeim öllum. Er aðeins of þungur og á eftir að létta sig.“ Benni fór í kjölfarið yfir að það vanti afburðaleikmenn í Njarðvíkurliðið. Allir leikmennirnir séu fínir en það séu engir „toppar“ í liðinu. Hvorki íslenskir né erlendir. „Svo þrífast hinir á svoleiðis leikmanni. Ef þú ert kominn með frábæran leikmann sem getur búið eitthvað til. Þeir geta litið út fyrir að vera rosalega góðir með því að grípa bara boltann einhverstaðar og skjóta honum,“ bætti Teitur við. „Bakvarðarvörnin hjá Njarðvík líka [í vandræðum]. Hún gerir það að verkum að þessir stóru menn í Njarðvík eru mjög oft í villuvandræðum. Vörn og sókn hjá Glasgow og Jóni Arnóri er búin að vera skelfileg. Þegar leikstjórnandinn er að spila illa áttu voðalega lítinn séns á að vinna leiki,“ bætti Teitur við að lokum. Sjá má allt „rantið“ hans Teits sem og innlegg frá Benna og Kjartani Atla í spilaranum hér að neðan. Klippa: Fóru yfir vandræði Njarðvíkur Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Körfuboltakvöld UMF Njarðvík Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Blóðgaði dómara Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Var ekki nógu ánægður með Trent Enski boltinn Fleiri fréttir Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Sjá meira
„Ég veit það ekki. Ég er búinn að taka svo mörg „rönt“ hérna yfir Njarðvík síðustu árin að ég hef eiginlega ekki geð í mér. Kannski að Benni [Benedikt Guðmundsson] svari þessi bara núna,“ sagði Teitur aðspurður hvað væri í gangi í Njarðvík. „Þeir eru afskaplega daprir. Það þarf ekkert að benda neinum á það, það vita það allir. Þetta er bara ráðaleysi finnst mér, báðum megin. Hörmulegir varnarlega, það virðist enginn metnaður vera varnarlega. Það er engin liðsvörn og þetta er alltaf einn á einn. Það eru aldrei fimm menn að dekka boltann, allskyns undirstöðuatriði bara hræðileg,“ bætti Teitur við eftir að Benni sendi spurninguna rakleiðis til baka. „Ef þú horfir á Njarðvík eru kannski tveir menn að spila síðasta tímabilið sitt og aðrir – útlendingar – líklega bara í síðasta „gigginu“ sínu. Liðið er bara þreytt og gamalt.“ Nefndi Teitur þá Rodney Glasgow og Kyle Johnson er Kjartan Atli Kjartansson – þáttastjórnandi – spurði út í hvaða erlendu leikmenn um væri að ræða. Teitur telur einnig að Logi Gunnarsson og Ólafur Helgi Jónsson séu að spila sitt síðasta tímabil. „Þetta eru allt saman menn sem eru að spila helling af mínútum og eru í risa hlutverki.“ Um leikinn gegn KR „Það sem gladdi mig mest í gær var Veigar [Páll Alexandersson], fannst hann virkilega flottur. Varnarleikurinn hjá mörgum mönnum – Jón Arnór [Sverrisson] til dæmis - búinn að vera hræðilegur í síðustu leikjum. Varnarleikurinn hjá [Antonio] Hester skelfilegur en mjög flottur í sókn. Maciek [Stanislav Baginski] þarf tíma, hann er líklega besti skotmaðurinn af þeim öllum. Er aðeins of þungur og á eftir að létta sig.“ Benni fór í kjölfarið yfir að það vanti afburðaleikmenn í Njarðvíkurliðið. Allir leikmennirnir séu fínir en það séu engir „toppar“ í liðinu. Hvorki íslenskir né erlendir. „Svo þrífast hinir á svoleiðis leikmanni. Ef þú ert kominn með frábæran leikmann sem getur búið eitthvað til. Þeir geta litið út fyrir að vera rosalega góðir með því að grípa bara boltann einhverstaðar og skjóta honum,“ bætti Teitur við. „Bakvarðarvörnin hjá Njarðvík líka [í vandræðum]. Hún gerir það að verkum að þessir stóru menn í Njarðvík eru mjög oft í villuvandræðum. Vörn og sókn hjá Glasgow og Jóni Arnóri er búin að vera skelfileg. Þegar leikstjórnandinn er að spila illa áttu voðalega lítinn séns á að vinna leiki,“ bætti Teitur við að lokum. Sjá má allt „rantið“ hans Teits sem og innlegg frá Benna og Kjartani Atla í spilaranum hér að neðan. Klippa: Fóru yfir vandræði Njarðvíkur Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Körfuboltakvöld UMF Njarðvík Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Blóðgaði dómara Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Var ekki nógu ánægður með Trent Enski boltinn Fleiri fréttir Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Sjá meira