Hvað er málþroskaröskun af óþekktri ástæðu (DLD)? Þóra Sæunn Úlfsdóttir skrifar 6. mars 2021 13:01 Þann 6. mars er Evrópudagur talþjálfunar. Þá halda talmeinafræðingar um alla Evrópu og skjólstæðingar þeirra upp á daginn og vekja athygli á sínum störfum og áskorunum. Talmeinafræðingar sinna börnum með málhljóðaröskun (framburðarfrávik) og þjálfa myndun ýmiskonar hljóða. Margir telja að það sé aðalstarf talmeinafræðings en svo er ekki. Annar hópur barna sem talmeinafræðingar sinna eru börn sem eiga erfitt með að ná tökum á tungumálinu. Þau eru sögð vera með málröskun (e. Language Disorder) en það er yfirhugtak. Reyndar hefur Félag talmeinafræðinga á Íslandi ekki tekið ákvörðun um þýðingu á þessum hugtökum og því eru þau þýdd beint hér. Árið 2016 komust fræðimenn að samkomulagi um nýja skilgreiningu á börnum með þessi einkenni og endurnefndi hópinn. Börnum sem glímdu við málröskun var skipt í tvo hópa, þ.e. annars vegar málröskun samfara öðrum fötlunum s.s. einhverfu, Downs heilkenni, heilaskaða og heyrnarleysi og hins vegar málþroskaröskun (e. Developmental Language Disorder) af óþekktri ástæðu. Málþroskaröskun af óþekktri ástæðu (e. Developmental Language Disorder) hefur verið skammstafað DLD. Á Íslandi er talað um málþroskaröskun DLD. Það er gert til að auðvelda foreldrum og fagfólki að leita sér upplýsinga um hvað málþroskaröskun felur í sér. Málþroskaröskun DLD er skilgreind sem viðvarandi erfiðleikar við að ná tökum á tungumálinu sem hefur áhrif á daglegt líf barna. Rannsóknir frá enskumælandi löndum benda til að um 7-9 % barna í hverjum árgangi séu með málþroskaröskun DLD af óþekktri ástæðu. Ef eitthvað svipað gildir á Íslandi má gera ráð fyrir að 1-2 börn í hverjum bekk glími við þessa röskun og það getur haft varanleg áhrif á möguleika þeirra til að ná árangri í námi. Málþroskaröskun sést ekki utan á börnum og oft er erfitt fyrir kennara og aðstandendur að átta sig á að hún sé til staðar. Málþroskaröskun DLD er frekar óþekkt fyrirbæri, ekki bara hér á Íslandi heldur um allan heim. Börn með málþroskaröskun DLD er fjölbreyttur hópur og einkenni þeirra ólík. Málþroski er flókið fyrirbæri sett saman úr að minnsta kosti fimm þáttum (hljóðfræði, orðaforða, málfræði, setningafræði og málnotkun). Hver þessara þátta hefur tvær hliðar þ.e. börn þurfa að læra að skilja og börn þurfa að læra að nota tungumálið. Því glíma börn við mjög breytilega erfiðleika sem geta verið meðfæddir eða áunnir, vægir eða alvarlegir. Einkenni málþroskaröskunar DLD er að börn ná ekki að fylgja jafnöldrum sínum í því að ná tökum á tungumálinu. Mikil hætta er á að bilið aukist milli þeirra og jafnaldranna ef þau fá ekki stuðning. Eftir því sem börn eldast aukast kröfurnar um að nota tungumálið sem verkfæri. Margar rannsóknir hafa sýnt að þekking barna á orðaforða segir fyrir um velgengni þeirra í námi. Þegar börn koma í skóla nota þau þekkingu sína í tungumálinu til að læra að lesa og að skilja það sem þau lesa. Kröfur um að segja frá á grípandi hátt í samfeldu máli, annað hvort munnlega eða í rituðu máli aukast stöðugt þegar líður á skólagönguna. Einnig verða samskipti barnanna hraðari og þau þurfa að geta svarað fyrir sig með hnyttnum tilsvörum. Börn með málþroskaröskun DLD lenda í margskonar erfiðleikum með að ná tökum á tungumálinu og að nota það í samskiptum við aðra. Ljóst er að mikil þörf er á vitundarvakningu um stöðu þessa barnahóps bæði innan heilbrigðis- og menntakerfisins. Kennarar og skólastjórnendur þurfa að átta sig á þörfum barna með málþroskaröskun svo þeir geti veitt viðeigandi stuðning af þekkingu. Mikilvægt er að gert sé ráð fyrir talmeinafræðingum í skólakerfinu og að þeir séu nægilega margir til að geta metið stöðu barnanna og boðið þeim síðan upp á vel grundaða íhlutun. Innan heilbrigðiskerfisins þarf að tryggja áframhaldandi þjónustu talmeinafræðinga með áherslu á að meta hvar þau standa, þjálfun barnanna og vinnu með foreldrum þeirra. Það skýtur skökku við að verið sé að draga úr þjónustu við þennan viðkvæma hóp með því t.d. að takmarka aðgang nýútskrifaðra talmeinafræðinga að rammasamningi SÍ. Biðlistinn hefur lengst sem veldur því að allri þjónustu seinkar. Jafnframt er það kvíðvænlegt að til stendur að flytja fjármuni frá heilbrigðiskerfinu (SÍ) til sveitarfélaga án þess að skilgreint hafi verið nákvæmlega að þeir fjármunir eigi að nýtast í þjálfun barnanna. Börn með málþroskaröskun DLD eiga rétt í skólakerfinu skv. lögum, eins og önnur börn sem þurfa stuðning í námi. Ekki á að flytja fjármuni milli kerfa heldur þarf að auka í. Færni í tungumáli er undirstaða undir nám. Börn með málþroskaröskun DLD þurfa m.a. fleiri endurtekningar til að ná tökum á málinu. Þau þurfa því mörg tækifæri til að læra tungumálið á skemmtilegan hátt og eitt á ekki að koma í staðin fyrir annað. Börn með máþroskaröskun DLD tilheyra þeim hópi barna sem alþjóðastofnanir hafa hvatt til að fjárfesta í snemma til að stuðla að því að þau dragist ekki aftur úr þroska og menntun jafnaldra, sem getur haft bæði líkamlegar og andlegar afleiðingar á fullorðinsárum. Fullorðnir sem hafa upplifað andstreymi í æsku eru taldir munu hafa þriðjungi lægri tekjur en jafnaldrar á ársgrundvelli. Þessi kostnaður safnast saman og dregur úr möguleikum á þjóðfélagslegum tekjum og velferð. Börn á virkasta máltökuskeiði eiga ekki að þurfa að bíða eftir nauðsynlegri þjónustu. Bæði heilbrigðiskerfið og sveitarfélögin þurfa að sjá til að þjónusta við börn með málþroskaröskun DLD sé aðgengileg og að ekki þurfi að bíða eftir henni. Þau eiga einnig að fá tækifæri til að ná góðum tökum á tungumálinu bæði til að nota það sem verkfæri í samskiputum og til menntunnar. Höfundur er talmeinafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Sjá meira
Þann 6. mars er Evrópudagur talþjálfunar. Þá halda talmeinafræðingar um alla Evrópu og skjólstæðingar þeirra upp á daginn og vekja athygli á sínum störfum og áskorunum. Talmeinafræðingar sinna börnum með málhljóðaröskun (framburðarfrávik) og þjálfa myndun ýmiskonar hljóða. Margir telja að það sé aðalstarf talmeinafræðings en svo er ekki. Annar hópur barna sem talmeinafræðingar sinna eru börn sem eiga erfitt með að ná tökum á tungumálinu. Þau eru sögð vera með málröskun (e. Language Disorder) en það er yfirhugtak. Reyndar hefur Félag talmeinafræðinga á Íslandi ekki tekið ákvörðun um þýðingu á þessum hugtökum og því eru þau þýdd beint hér. Árið 2016 komust fræðimenn að samkomulagi um nýja skilgreiningu á börnum með þessi einkenni og endurnefndi hópinn. Börnum sem glímdu við málröskun var skipt í tvo hópa, þ.e. annars vegar málröskun samfara öðrum fötlunum s.s. einhverfu, Downs heilkenni, heilaskaða og heyrnarleysi og hins vegar málþroskaröskun (e. Developmental Language Disorder) af óþekktri ástæðu. Málþroskaröskun af óþekktri ástæðu (e. Developmental Language Disorder) hefur verið skammstafað DLD. Á Íslandi er talað um málþroskaröskun DLD. Það er gert til að auðvelda foreldrum og fagfólki að leita sér upplýsinga um hvað málþroskaröskun felur í sér. Málþroskaröskun DLD er skilgreind sem viðvarandi erfiðleikar við að ná tökum á tungumálinu sem hefur áhrif á daglegt líf barna. Rannsóknir frá enskumælandi löndum benda til að um 7-9 % barna í hverjum árgangi séu með málþroskaröskun DLD af óþekktri ástæðu. Ef eitthvað svipað gildir á Íslandi má gera ráð fyrir að 1-2 börn í hverjum bekk glími við þessa röskun og það getur haft varanleg áhrif á möguleika þeirra til að ná árangri í námi. Málþroskaröskun sést ekki utan á börnum og oft er erfitt fyrir kennara og aðstandendur að átta sig á að hún sé til staðar. Málþroskaröskun DLD er frekar óþekkt fyrirbæri, ekki bara hér á Íslandi heldur um allan heim. Börn með málþroskaröskun DLD er fjölbreyttur hópur og einkenni þeirra ólík. Málþroski er flókið fyrirbæri sett saman úr að minnsta kosti fimm þáttum (hljóðfræði, orðaforða, málfræði, setningafræði og málnotkun). Hver þessara þátta hefur tvær hliðar þ.e. börn þurfa að læra að skilja og börn þurfa að læra að nota tungumálið. Því glíma börn við mjög breytilega erfiðleika sem geta verið meðfæddir eða áunnir, vægir eða alvarlegir. Einkenni málþroskaröskunar DLD er að börn ná ekki að fylgja jafnöldrum sínum í því að ná tökum á tungumálinu. Mikil hætta er á að bilið aukist milli þeirra og jafnaldranna ef þau fá ekki stuðning. Eftir því sem börn eldast aukast kröfurnar um að nota tungumálið sem verkfæri. Margar rannsóknir hafa sýnt að þekking barna á orðaforða segir fyrir um velgengni þeirra í námi. Þegar börn koma í skóla nota þau þekkingu sína í tungumálinu til að læra að lesa og að skilja það sem þau lesa. Kröfur um að segja frá á grípandi hátt í samfeldu máli, annað hvort munnlega eða í rituðu máli aukast stöðugt þegar líður á skólagönguna. Einnig verða samskipti barnanna hraðari og þau þurfa að geta svarað fyrir sig með hnyttnum tilsvörum. Börn með málþroskaröskun DLD lenda í margskonar erfiðleikum með að ná tökum á tungumálinu og að nota það í samskiptum við aðra. Ljóst er að mikil þörf er á vitundarvakningu um stöðu þessa barnahóps bæði innan heilbrigðis- og menntakerfisins. Kennarar og skólastjórnendur þurfa að átta sig á þörfum barna með málþroskaröskun svo þeir geti veitt viðeigandi stuðning af þekkingu. Mikilvægt er að gert sé ráð fyrir talmeinafræðingum í skólakerfinu og að þeir séu nægilega margir til að geta metið stöðu barnanna og boðið þeim síðan upp á vel grundaða íhlutun. Innan heilbrigðiskerfisins þarf að tryggja áframhaldandi þjónustu talmeinafræðinga með áherslu á að meta hvar þau standa, þjálfun barnanna og vinnu með foreldrum þeirra. Það skýtur skökku við að verið sé að draga úr þjónustu við þennan viðkvæma hóp með því t.d. að takmarka aðgang nýútskrifaðra talmeinafræðinga að rammasamningi SÍ. Biðlistinn hefur lengst sem veldur því að allri þjónustu seinkar. Jafnframt er það kvíðvænlegt að til stendur að flytja fjármuni frá heilbrigðiskerfinu (SÍ) til sveitarfélaga án þess að skilgreint hafi verið nákvæmlega að þeir fjármunir eigi að nýtast í þjálfun barnanna. Börn með málþroskaröskun DLD eiga rétt í skólakerfinu skv. lögum, eins og önnur börn sem þurfa stuðning í námi. Ekki á að flytja fjármuni milli kerfa heldur þarf að auka í. Færni í tungumáli er undirstaða undir nám. Börn með málþroskaröskun DLD þurfa m.a. fleiri endurtekningar til að ná tökum á málinu. Þau þurfa því mörg tækifæri til að læra tungumálið á skemmtilegan hátt og eitt á ekki að koma í staðin fyrir annað. Börn með máþroskaröskun DLD tilheyra þeim hópi barna sem alþjóðastofnanir hafa hvatt til að fjárfesta í snemma til að stuðla að því að þau dragist ekki aftur úr þroska og menntun jafnaldra, sem getur haft bæði líkamlegar og andlegar afleiðingar á fullorðinsárum. Fullorðnir sem hafa upplifað andstreymi í æsku eru taldir munu hafa þriðjungi lægri tekjur en jafnaldrar á ársgrundvelli. Þessi kostnaður safnast saman og dregur úr möguleikum á þjóðfélagslegum tekjum og velferð. Börn á virkasta máltökuskeiði eiga ekki að þurfa að bíða eftir nauðsynlegri þjónustu. Bæði heilbrigðiskerfið og sveitarfélögin þurfa að sjá til að þjónusta við börn með málþroskaröskun DLD sé aðgengileg og að ekki þurfi að bíða eftir henni. Þau eiga einnig að fá tækifæri til að ná góðum tökum á tungumálinu bæði til að nota það sem verkfæri í samskiputum og til menntunnar. Höfundur er talmeinafræðingur.
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar