„Ég veit alveg hvaða umbi þetta er og hann hefur mikið af vafasömum leikmönnum“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. mars 2021 11:30 Shawn Glover sést hér lengst til vinstri í vörn á móti Stjörnunni í síðasta leik. Vísir/Hulda Margrét Benedikt Guðmundsson, sérfræðingur Domino´s Körfuboltakvölds, þekkir til umboðsmannsins sem er að gera Tindastólsmönnum lífið leitt með því að reyna að selja stjörnuleikmanninn þeirra til annars liðs á miðju tímabili. Tindastólsmenn eru líklega að missa sinn besta mann á miðju tímabili og mál Shawn Derrick Glover var til umræðu í Domino´s Körfuboltakvöldi í gær. Stólarnir hafa samið við Flenard Whitfield af því að Shawn Glover vildi ekki taka það út úr samningi sínum að hann gæti yfirgefið félagið hvenær sem er svo framarlega sem annað félag væri tilbúið að borga ákveðna upphæð. „Shawn Glover er að fara frá hliðinu, eða það halda allir,“ hóf Kjartan Atli Kjartansson umræðuna um framtíð Bandaríkjamannsins á Króknum. Shawn Derrick Glover skoraði 29 stig á móti Stjörnunni í síðasta leik og er með 27,5 stig og 7,4 fráköst að meðaltali í tíu deildarleikjum í vetur. „Það er óstaðfest en ég held að það lesi það allir á milli línanna að hann verði ekki áfram. Whitfield verður kominn og þeir eru að missa þarna þvílíkan skorara. Stólarnir vilja halda honum, það er ekki málið,“ sagði Benedikt Guðmundsson. Klippa: Domino´s Körfuboltakvöld: Umræða um mál Shawn Glover hjá Tindastól „Þetta snerist um uppsegjanlegt ákvæði af beggja hálfu. Báðir aðilar gátu sagt samningnum upp með mánaðarfyrirvara,“ sagði Kjartan Atli. „Ég hef verið að eiga við þessa andskotans umboðsmenn í áratugi. Þegar maður er að taka svona leikmann eins og Glover sem hefur sannað sig í stærri deildum heldur en á Íslandi, þá þarf maður í fyrsta lagi að borga þeim vel og svo biðja þeir oftast um klásúlu eða það sé hægt að kaupa þá út. Þannig að þeir geti farið í eitthvað stærra ef það býðst,“ sagði Benedikt. „Ég persónulega segi alltaf nei. Ég hef ekki áhuga á því að fá leikmann sem er að spila fyrir mig á meðan hann er að leita að einhverju öðru. Auðvitað er freistandi að taka svona leikmann og vona síðan bara að þeir verði ekkert keyptir,“ sagði Benedikt. „Þetta er alltaf hættan og sérstaklega þar sem að reglan er að þú megir ekki skipta út Bandaríkjamanni eftir 1. mars sem er þó oftast 1. febrúar. Það er seinna núna af því að mótið byrjaði miklu seinna,“ sagði Benedikt. „Þú ert þá að taka ákveðna áhættu og Stólarnir eru að tryggja sig fyrir þessari áhættu að hann verði bara keyptur út eftir að þeir geti ekki tekið nýjan leikmann í staðinn. Þá ná þeir í Flenard Whitfield og ég skil það að þeir vilji tryggja sig,“ sagði Benedikt. Umboðsmaður Shawn Glover er búinn að bjóða leikmanninn út um allt og líka til liða hér á landi. „Hann er búinn að bjóða hann út um allt og líka hérna. Þetta er galið. Ég veit alveg hvaða umbi þetta er og hann hefur mikið af vafasömum leikmönnum. Hann var til dæmis með Valsarann sem hingað og gerði allt vitlaust síðasta vetur. Hann hætti í hálfleik,“ sagði Benedikt. „Glover er örugglega fínasti náungi en hann sé ekki tilbúinn til að segja. Gleymum þessu ákvæði, ég ætla að vinna titilinn með ykkur. Það segir mér líka svolítið um hann,“ sagði Benedikt. Það má finna allt spjallið um Shawn Glover framtíð á Króknum hér fyrir ofan. Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Tindastóll Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Fleiri fréttir „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Sjá meira
Tindastólsmenn eru líklega að missa sinn besta mann á miðju tímabili og mál Shawn Derrick Glover var til umræðu í Domino´s Körfuboltakvöldi í gær. Stólarnir hafa samið við Flenard Whitfield af því að Shawn Glover vildi ekki taka það út úr samningi sínum að hann gæti yfirgefið félagið hvenær sem er svo framarlega sem annað félag væri tilbúið að borga ákveðna upphæð. „Shawn Glover er að fara frá hliðinu, eða það halda allir,“ hóf Kjartan Atli Kjartansson umræðuna um framtíð Bandaríkjamannsins á Króknum. Shawn Derrick Glover skoraði 29 stig á móti Stjörnunni í síðasta leik og er með 27,5 stig og 7,4 fráköst að meðaltali í tíu deildarleikjum í vetur. „Það er óstaðfest en ég held að það lesi það allir á milli línanna að hann verði ekki áfram. Whitfield verður kominn og þeir eru að missa þarna þvílíkan skorara. Stólarnir vilja halda honum, það er ekki málið,“ sagði Benedikt Guðmundsson. Klippa: Domino´s Körfuboltakvöld: Umræða um mál Shawn Glover hjá Tindastól „Þetta snerist um uppsegjanlegt ákvæði af beggja hálfu. Báðir aðilar gátu sagt samningnum upp með mánaðarfyrirvara,“ sagði Kjartan Atli. „Ég hef verið að eiga við þessa andskotans umboðsmenn í áratugi. Þegar maður er að taka svona leikmann eins og Glover sem hefur sannað sig í stærri deildum heldur en á Íslandi, þá þarf maður í fyrsta lagi að borga þeim vel og svo biðja þeir oftast um klásúlu eða það sé hægt að kaupa þá út. Þannig að þeir geti farið í eitthvað stærra ef það býðst,“ sagði Benedikt. „Ég persónulega segi alltaf nei. Ég hef ekki áhuga á því að fá leikmann sem er að spila fyrir mig á meðan hann er að leita að einhverju öðru. Auðvitað er freistandi að taka svona leikmann og vona síðan bara að þeir verði ekkert keyptir,“ sagði Benedikt. „Þetta er alltaf hættan og sérstaklega þar sem að reglan er að þú megir ekki skipta út Bandaríkjamanni eftir 1. mars sem er þó oftast 1. febrúar. Það er seinna núna af því að mótið byrjaði miklu seinna,“ sagði Benedikt. „Þú ert þá að taka ákveðna áhættu og Stólarnir eru að tryggja sig fyrir þessari áhættu að hann verði bara keyptur út eftir að þeir geti ekki tekið nýjan leikmann í staðinn. Þá ná þeir í Flenard Whitfield og ég skil það að þeir vilji tryggja sig,“ sagði Benedikt. Umboðsmaður Shawn Glover er búinn að bjóða leikmanninn út um allt og líka til liða hér á landi. „Hann er búinn að bjóða hann út um allt og líka hérna. Þetta er galið. Ég veit alveg hvaða umbi þetta er og hann hefur mikið af vafasömum leikmönnum. Hann var til dæmis með Valsarann sem hingað og gerði allt vitlaust síðasta vetur. Hann hætti í hálfleik,“ sagði Benedikt. „Glover er örugglega fínasti náungi en hann sé ekki tilbúinn til að segja. Gleymum þessu ákvæði, ég ætla að vinna titilinn með ykkur. Það segir mér líka svolítið um hann,“ sagði Benedikt. Það má finna allt spjallið um Shawn Glover framtíð á Króknum hér fyrir ofan.
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Tindastóll Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Fleiri fréttir „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Sjá meira