Lewis Hamilton segir aðalmarkmið sitt á árinu vera að berjast fyrir jafnrétti Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. mars 2021 07:00 Lewis Hamilton er með fleiri markmið fyrir árið 2021 en að verða heimsmeistari í áttunda skiptið. Clive Mason/Getty Images Lewis Hamilton, sjöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1, skrifaði undir eins árs framlengingu á samningi sínum við Mercedes Benz nýverið. Hann er þó með fleiri markmið á árinu en að verða heimsmeistari í áttunda sinn. Í viðtali við Sky Sports sagði Hamilton að hann hafi aðeins skrifað undir eins árs framlengingu því „það hafi ekki verið nein þörf“ á að skipuleggja framtíðina frekar. Þar með gaf hann í skyn að hann gæti skrifað undir stutta samninga í Formúlunni héðan í frá. Hamilton samdi við Mercedes í febrúar eftir að hafa legið undir feldi varðandi hvað framtíðin bæri í skauti í sér. Hann er að fara taka þátt í sínu 15. tímabili í Formúlu 1 og hefur ekki talað um að leggja stýrið á hilluna en hann virðist ekki vilja skuldbinda sig til lengri tíma. Here's that @LewisHamilton content you ordered. pic.twitter.com/vsBUoQnkG0— Mercedes-AMG PETRONAS F1 Team (@MercedesAMGF1) March 2, 2021 „Við erum uppi á skrítnum tíma og ég vildi bara skrifa undir eins árs framlengingu. Svo getum við bætt við það þegar þar að kemur,“ sagði hinn 36 ára gamli Englendingur. Hamilton stefnir á sinn áttunda heimsmeistaratitil, eitthvað sem hefur ekki verið gert áður í Formúlu 1 áður. Hann segir þó margt annað skipta máli á komandi tímabili, þá aðallega jafnrétti og baráttuna gegn kynþáttafordómum. „Það er það sem keyrir mig áfram þessa dagana,“ sagði Hamilton um baráttu sína gegn fordómum en bætti að lokum við. „Auðvitað erum við þarna til að vinna, það er það sem við öll hjá Mercedes stefnum á og mitt markmið er að koma til baka með titilinn fyrir þau.“ Formúla Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Í viðtali við Sky Sports sagði Hamilton að hann hafi aðeins skrifað undir eins árs framlengingu því „það hafi ekki verið nein þörf“ á að skipuleggja framtíðina frekar. Þar með gaf hann í skyn að hann gæti skrifað undir stutta samninga í Formúlunni héðan í frá. Hamilton samdi við Mercedes í febrúar eftir að hafa legið undir feldi varðandi hvað framtíðin bæri í skauti í sér. Hann er að fara taka þátt í sínu 15. tímabili í Formúlu 1 og hefur ekki talað um að leggja stýrið á hilluna en hann virðist ekki vilja skuldbinda sig til lengri tíma. Here's that @LewisHamilton content you ordered. pic.twitter.com/vsBUoQnkG0— Mercedes-AMG PETRONAS F1 Team (@MercedesAMGF1) March 2, 2021 „Við erum uppi á skrítnum tíma og ég vildi bara skrifa undir eins árs framlengingu. Svo getum við bætt við það þegar þar að kemur,“ sagði hinn 36 ára gamli Englendingur. Hamilton stefnir á sinn áttunda heimsmeistaratitil, eitthvað sem hefur ekki verið gert áður í Formúlu 1 áður. Hann segir þó margt annað skipta máli á komandi tímabili, þá aðallega jafnrétti og baráttuna gegn kynþáttafordómum. „Það er það sem keyrir mig áfram þessa dagana,“ sagði Hamilton um baráttu sína gegn fordómum en bætti að lokum við. „Auðvitað erum við þarna til að vinna, það er það sem við öll hjá Mercedes stefnum á og mitt markmið er að koma til baka með titilinn fyrir þau.“
Formúla Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira