Viðskipti innlent

Hrefna Sigur­jóns­dóttir nýr verk­efna­stjóri for­varna

Eiður Þór Árnason skrifar
Hrefna Sigurjónsdóttir starfaði áður hjá Heimili og skóla – landsamtökum foreldra.
Hrefna Sigurjónsdóttir starfaði áður hjá Heimili og skóla – landsamtökum foreldra. Aðsend

Hrefna Sigurjónsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá. Hrefna hefur starfað sem framkvæmdastjóri Heimilis og skóla – landsamtaka foreldra síðustu tíu árin, þar til hún hóf störf hjá Sjóvá nú um miðjan febrúar. Áður var hún verkefnastjóri hjá samtökunum og SAFT-verkefninu.

Fram kemur í tilkynningu frá Sjóvá að Hrefna hafi yfirgripsmikla reynslu og þekkingu af forvarnastarfi. Hún hefur einnig starfað sem blaðamaður hjá Fréttablaðinu og kennari við Hofsstaðaskóla. 

Hrefna er með meistarapróf í alþjóðasamskiptum frá Háskóla Íslands, kennsluréttindi á grunn- og framhaldsskólastigi og BA-próf í sálfræði frá sama skóla. Hún hefur setið í varastjórn Almannaheilla frá árinu 2019 og sat í stjórn Námsgagnastofnunar á árunum 2012 til 2015. Hún hefur einnig átt sæti í ýmsum nefndum og samstarfshópum, innlendum sem erlendum, í tengslum við fyrri störf.

„Sjóvá hefur unnið að forvörnum með virkum hætti í gegnum tíðina og höfum við mikinn metnað til að efla það starf enn frekar. Það eru fjölmörg tækifæri til að auka öryggi fólks og efla forvarnir áfram í samfélaginu og hlakka ég til að vinna að þeim verkefnum sem framundan eru,“ segir Hrefna í tilkynningu. 

Hrefna er gift Þorgeiri Ragnarssyni, sagnfræðingi og ráðgjafa hjá Menntasjóði námsmanna, og eiga þau tvö börn.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
12,5
171
450.216
REITIR
3,54
20
173.959
REGINN
3,41
13
75.675
EIK
3,06
10
86.244
KVIKA
2,42
33
476.658

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
-0,55
3
83.240
ICESEA
0
11
159.681
VIS
0
6
55.124
SJOVA
0
11
157.421
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.