Viðskipti innlent

Guð­björg Sæunn ný for­stöðu­kona fram­tíðar­sýnar

Eiður Þór Árnason skrifar
Guðbjörg Sæunn Friðriksdóttir, nýr forstöðumaður framtíðarsýnar og reksturs, í vinnurými Veitna að Bæjarhálsi.
Guðbjörg Sæunn Friðriksdóttir, nýr forstöðumaður framtíðarsýnar og reksturs, í vinnurými Veitna að Bæjarhálsi. Mynd/Atli Már Hafsteinsson

Guðbjörg Sæunn Friðriksdóttir hefur verið ráðin forstöðukona framtíðarsýnar og reksturs hjá Veitum. Guðbjörg Sæunn var ráðin forstöðumaður fráveitu Veitna árið 2019 en tekur nú við nýju sviði í breyttu skipulagi fyrirtækisins.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veitum. Þar segir að framtíðarsýn og rekstri sé ætlað „að stuðla að framúrskarandi þjónustu við viðskiptavini Veitna með stöðugum umbótum auk þess að leiða vegferð fyrirtækisins í átt að frekari skilvirkni í fjárfestingum og rekstrarkostnaði. Undir sviðið heyra svæðisfulltrúar, verkefnastjórar, fageftirlit, hönnun, vöruþjónusta, gagnagreining, stefnumótun og umhverfis- og skipulagsmál.“

Guðbjörg Sæunn útskrifaðist með BS próf í rekstrarverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2010 og með M.Sc próf í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands árið 2012. Að námi loknu hóf Guðbjörg störf á framleiðslusviði Össurar, fyrst sem ferilseigandi á CNC renniverkstæðinu þar til hún tók við öryggis- og umbótasviði framleiðslu og síðar starfaði hún sem framleiðslustjóri silikondeildar.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SYN
0,22
1
2.478

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
-2,5
7
74.377
EIK
-1,98
3
105.925
SKEL
-1,96
1
2.000
SIMINN
-1,89
11
159.118
VIS
-1,88
5
80.764
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.