Golf

Sörenstam hafnaði í neðsta sæti - Korda bar sigur úr býtum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Nelly Korda.
Nelly Korda. vísir/Getty

Hin bandaríska Nelly Korda stóð uppi sem sigurvegari á LPGA Gainbridge sem fram fór í Bandaríkjunum um helgina.

Hin 22 ára gamla Nelly Korda lauk keppni á samtals sextán höggum undir pari og á þremur höggum minna en Lexi Thompson og Lydia Ko sem höfnuðu saman í öðru sæti.

Sænska goðsögnin Annika Sörenstam náði ekki að blanda sér í keppni efstu kvenna en hún hafnaði neðst af þeim sem komust á lokahringinn eða í 74.sæti.

Hin fimmtuga Sörenstam er einn sigursælasti kylfingur sögunnar en þegar hún setti keppniskylfuna á hilluna árið 2008 hafði hún unnið 72 LPGA mót þar af tíu risamót.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.