Handbolti

Rúnar til Eyja

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rúnar mun leika með ÍBV frá og með næstu leiktíð.
Rúnar mun leika með ÍBV frá og með næstu leiktíð. heimasíða Ribe-Esbjerg

Rúnar Kárason hefur samið við ÍBV en hann hefur skrifað undir þriggja ára samning við félagið.

Rúnar mun ganga í raðir félagsins í sumar en hann kemur til félagsins eftir tólf ár í atvinnumennsku.

Rúnar hefur leikið bæði í Þýskalandi og nú síðast í Danmörku en hann á einnig rúmlega hundrað landsleiki að baki.

Hægri skyttan hefur spilað afar vel á tímabilinu í Danmörku og vakið áhuga annara liða í deildinni.

Nánar verður rætt við Rúnar á Vísi síðar í dag.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.