Handbolti

KA/Þór valtaði yfir FH og endurheimti toppsætið

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Ásdís Guðmundsdóttir skoraði sjö í dag.
Ásdís Guðmundsdóttir skoraði sjö í dag.

Topplið Olís deildar kvenna átti ekki í nokkrum vandræðum með botnlið deildarinnar þegar liðin áttust við á Akureyri í dag.

Yfirburðir Norðankvenna voru algjörir og þær tóku leikinn yfir strax frá upphafsflautinu. Hafnfirðingum tókst aðeins að skora fimm mörk í öllum fyrri hálfleiknum en staðan í hálfleik var 19-5, heimakonum í vil.

Fór að lokum svo að KA/Þór gjörsigraði FH með sautján marka mun, 34-17.

Ásdís Guðmundsdóttir og Hulda Bryndís Tryggvadóttir gerðu sjö mörk hvor og Sólveig Lára Kristjánsdóttir bætti sex mörkum í sarpinn hjá KA/Þór.

KA/Þór nú með tveggja stiga forystu á toppi deildarinnar en Framkonur geta komið sér upp að hlið þeirra með því að leggja Hauka að velli í leik sem nú stendur yfir.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.