Handbolti

Hand­bolta­fólk og aðrir minnast Qu­intana

Anton Ingi Leifsson skrifar
Alfredo Quintana var 33 árs er hann lést.
Alfredo Quintana var 33 árs er hann lést. heimasíða portúgalska sambandsins

Handboltafólk og aðrir birtu í gær minningarkveðjur um markvörðurinn Alfredo Quintana. Markvörðurinn lést í gær 32 ára gamall.

Quintana fékk hjartastopp á æfingu með Porto á mánudaginn. Hann var í kjölfarið fluttur á Sao Joao sjúkrahúsið þar sem hann lést í gær.

Handboltafólk og aðrir kvöddu markvörðinn öfluga á samfélagsmiðlinum Twitter í gær.

Þar má meðal annars finna kveðju frá þjálfara Arons Pálmarssonar hjá Barcelona og Stefan Kretzschmar fyrrum landsliðsmanns Þýskalands.

Hér að neðan má sjá brot af kveðjunum.


Tengdar fréttir

Alfredo Quintana látinn

Alfredo Quintana, landsliðsmarkvörður Portúgals, er látinn. Porto tilkynnti um andlát hans í dag. Quintana var 32 ára.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.