Íbúar fátækra ríkja í langmestri hættu vegna loftslagsbreytinga Heimsljós 23. febrúar 2021 10:55 IRIN/ Jacob Zocherman Loftslagsbreytingar hafa orðið til þess að milljónir jarðarbúa þurfa á neyðaraðstoð að halda. Íbúar lágtekjuríkja eru að minnsta kosti fjórum sinnum líklegri til þess að lenda á vergangi vegna loftslagsbreytinga en íbúar efnaðri ríkja, þrátt fyrir að bera minnstu ábyrgð á breytingum í veðurfari. Þetta staðhæfir Samhæfingarskrifstofa aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum, OCHA. Veðurhamfarir leiða ár hvert til þess að milljónir jarðarbúa þurfa á neyðaraðstoð að halda. Að mati Sameinuðu þjóðanna þarf að gera miklu meira til þess að sjá fyrir og grípa til fyrirbyggjandi aðgerða áður en lífi milljóna manna er stefnt í hættu. Árið 2019 voru 34 milljónir manna á heimsvísu á barmi hungursneyðar vegna öfga í veðurfari og hættur tengdar veðri leiddu til fólksflótta 24,9 milljóna í 140 löndum. OCHA hefur sett upp vefsíðu með sláandi dæmum um breytingar á loftslagi og áhrifum þeirra á íbúa fjölmargra fátækra ríkja í heiminum, eins og Suður-Súdan, Sýrland, Jemen og ríkja í Suður-Asíu. OCHA er ein af helstu samstarfsstofnunum Íslands í mannúðarmálum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Loftslagsmál Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent „Mál að linni“ Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent
Íbúar lágtekjuríkja eru að minnsta kosti fjórum sinnum líklegri til þess að lenda á vergangi vegna loftslagsbreytinga en íbúar efnaðri ríkja, þrátt fyrir að bera minnstu ábyrgð á breytingum í veðurfari. Þetta staðhæfir Samhæfingarskrifstofa aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum, OCHA. Veðurhamfarir leiða ár hvert til þess að milljónir jarðarbúa þurfa á neyðaraðstoð að halda. Að mati Sameinuðu þjóðanna þarf að gera miklu meira til þess að sjá fyrir og grípa til fyrirbyggjandi aðgerða áður en lífi milljóna manna er stefnt í hættu. Árið 2019 voru 34 milljónir manna á heimsvísu á barmi hungursneyðar vegna öfga í veðurfari og hættur tengdar veðri leiddu til fólksflótta 24,9 milljóna í 140 löndum. OCHA hefur sett upp vefsíðu með sláandi dæmum um breytingar á loftslagi og áhrifum þeirra á íbúa fjölmargra fátækra ríkja í heiminum, eins og Suður-Súdan, Sýrland, Jemen og ríkja í Suður-Asíu. OCHA er ein af helstu samstarfsstofnunum Íslands í mannúðarmálum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Loftslagsmál Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent „Mál að linni“ Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent