Viðskipti innlent

Sjálf­stæðisfólk hlynntast sölu Ís­lands­banka en sósíal­istar and­vígastir

Sylvía Hall og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa

Ríflega fjórir af hverjum tíu eru andvígir sölu á Íslandsbanka samkvæmt könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2. Rúmlega fjórðungur er hlynntur henni.

Skiptar skoðanir eru um fyrirhugaða sölu á um þriðjungshlut ríkisins á Íslandsbanka. 

Í fréttum okkar í gær sagði fyrrum bankamálaráðherra að þetta væri ekki besti tíminn til að selja, bankarnir nytu ekki nægilegs trausts og ríkissjóður hefði meiri hag af því að eiga bankann eitthvað áfram. 

Í nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu kemur fram að um 43 prósent svarenda voru andvígir sölu á Íslandsbanka, tæplega þriðjungur var í meðallagi hlynntur sölunni og 27 prósent hlynnt henni.

Vísir

Karlar eru bæði mun hlynntari sölunni en konur. Hlutfallið er um fimmtungur á móti sex prósentum kvenna. Þeir eru líka andvígari því en konur eða um fjórðungur karla á móti fimmtungi kvenna. 

Vísir

Þegar svör kjósenda flokkanna eru skoðuð eru kjósendur Sjálfstæðisflokksins hlynntastir sölu bankans en kjósendur Sósíalistaflokksins oftast mjög andvígir. 

Vísir
Vísir

Könnunin var gerð dagana 5. til 12. febrúar. Um er að ræða tilviljunarúrtak úr Þjóðskrá og voru svarendur 1320 talsins.

Vísir
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ARION
2,53
93
6.528.290
REGINN
0,93
4
8.473
SYN
0,35
3
10.857
ICEAIR
0,34
78
48.966
SKEL
0,28
3
485

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
TM
-3,94
4
76.160
VIS
-2,82
15
208.765
MAREL
-2,09
52
552.089
LEQ
-1,54
1
51
REITIR
-1,33
6
31.951
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.