Lífið

Dóttir eins helsta ráðgjafa Trump vekur athygli í American Idol

Stefán Árni Pálsson skrifar
Claudia fór að lokum á kostum í prufunni.
Claudia fór að lokum á kostum í prufunni.

Claudia Conway mætti í áheyrnaprufu í American Idol á dögunum og er saga hennar nokkuð mögnuð. Conway er TikTok stjarna í Bandaríkjunum og er hún aðeins 16 ára.

Móðir hennar er Kellyanne Conway sem hefur starfað mjög náið með Donald Trump fyrrverandi forseta Bandaríkjanna.

Faðir hennar er lögmaður sem hefur einnig starfað í tengslum við Trump en Claudia segist sjálf alls ekki vera fylgjandi Trump og þvert á móti.

Hún flutti lagið Love on The Brain eftir Rihanna og síðan When We Were Young eftir Adele.

Fyrra lagið hitti ekki alveg í mark en seinna lagið sló rækilega í gegn og skilaði henni áfram í keppninni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.