Seðlabankastjóri sannfærður um að Ísland komist bratt upp úr Covid-kreppunni Jakob Bjarnar skrifar 22. febrúar 2021 12:12 Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri Íslands er kátur, vitnar í Nóbelsskáldið Halldór Laxness: Bráðum kemur betri tíð, með blóm í haga. vísir/vilhelm Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri Íslands fagnar auknu trausti í mælingum sem farið hefur úr 31 prósenti 2019 í 62 prósent nú. „Traust til Seðlabankans mælist nú 62% og hefur tekið stökk frá því í fyrra þegar 45% landsmanna sögðust treysta bankanum. Og heljastökk frá árinu 2019 þegar það mældist 31%. Allt samkvæmt könnunum Gallup,“ segir Ásgeir í stuttum pistli á Facebooksíðu sinni. Hann segist, sem seðlabankastjóri er bæði auðmjúkur og glaður, við þessar fregnir. „Þetta er árangur sem allt starfsfólk Seðlabankans á saman. Þessu trausti fylgir einnig mikil ábyrgð – að við getum staðist þær væntingar sem til okkar eru gerðar. Traust til Seðlabankans mælist nú 62% og hefur tekið stökk frá því í fyrra þegar 45% landsmanna sögðust treysta...Posted by Ásgeir Jónsson on Mánudagur, 22. febrúar 2021 Þau tímamót urðu í upphafi árs 2020 að ný lög tóku gildi með sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins – og svo tveimur mánuðum síðar skall veirufaraldurinn á. Þannig að ég lít á þessa mælingu sem viðurkenningu á störfum hins nýja banka á þessum erfiða tíma.“ Ásgeir bendir á að Seðlabanki Íslands sé útgefandi og varðmaður íslensku krónunnar. Og mælingin því vitnisburður um nýtt traust á gjaldmiðlinum. Hann segist jafnframt bjartsýnn að eðlisfari og handviss um að Ísland komist bratt úr Covid-kreppunni. Seðlabankastjóri lýkur máli sínu á með tilvitnun í sjálft Nóbelsskáldið: „Bráðum kemur betri tíð með blóm í haga - sæta langa sumardaga.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Seðlabankinn Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
„Traust til Seðlabankans mælist nú 62% og hefur tekið stökk frá því í fyrra þegar 45% landsmanna sögðust treysta bankanum. Og heljastökk frá árinu 2019 þegar það mældist 31%. Allt samkvæmt könnunum Gallup,“ segir Ásgeir í stuttum pistli á Facebooksíðu sinni. Hann segist, sem seðlabankastjóri er bæði auðmjúkur og glaður, við þessar fregnir. „Þetta er árangur sem allt starfsfólk Seðlabankans á saman. Þessu trausti fylgir einnig mikil ábyrgð – að við getum staðist þær væntingar sem til okkar eru gerðar. Traust til Seðlabankans mælist nú 62% og hefur tekið stökk frá því í fyrra þegar 45% landsmanna sögðust treysta...Posted by Ásgeir Jónsson on Mánudagur, 22. febrúar 2021 Þau tímamót urðu í upphafi árs 2020 að ný lög tóku gildi með sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins – og svo tveimur mánuðum síðar skall veirufaraldurinn á. Þannig að ég lít á þessa mælingu sem viðurkenningu á störfum hins nýja banka á þessum erfiða tíma.“ Ásgeir bendir á að Seðlabanki Íslands sé útgefandi og varðmaður íslensku krónunnar. Og mælingin því vitnisburður um nýtt traust á gjaldmiðlinum. Hann segist jafnframt bjartsýnn að eðlisfari og handviss um að Ísland komist bratt úr Covid-kreppunni. Seðlabankastjóri lýkur máli sínu á með tilvitnun í sjálft Nóbelsskáldið: „Bráðum kemur betri tíð með blóm í haga - sæta langa sumardaga.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Seðlabankinn Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira