Viðskipti innlent

Meta umfjöllun um Ísland á 5,5 milljarða króna

Samúel Karl Ólason skrifar
Það hefur verið lítið um ferðamenn hér á landi á undanförnum mánuðum.
Það hefur verið lítið um ferðamenn hér á landi á undanförnum mánuðum. Vísir/Vilhelm

Rúmlega 1.800 greinar og fréttir sem eiga uppruna í samskiptum erlendra aðila við Íslandsstofu hafa birtust í erlendum fjölmiðlum í fyrra. Verðmæti þessarar umfjöllunar er 5,5 milljarðar króna, samkvæmt reikningum Íslandsstofu.

Þetta kom fram í tilkynningu frá Íslandsstofu sem birt var á föstudaginn en þar segir að umfjöllun þessi hafi náð til um 750 milljónir neytenda á helstu mörkuðum.

Í tilkynningu Íslandsstofu segir einnig að áhugi erlendra fjölmiðla á Íslandi sé mjög mikill.

Síðasta sumar var Íslands í kastljósinu erlendis vegna góðs árangurs í baráttunni gegn Covid-19 og þá var Íslandsstofa í samvinnu með utanríkisráðuneytinu varðandi það að svara fyrirspurnum fjölmiðla. Íslandsstofa segir að þar að auki hafi fyrsti hluti markaðsherferðarinnar Saman í Sókn skilað um þúsund fréttum og greinum um landið.

„Allt árið var einnig unnið markvisst að því minna á Ísland á helstu viðskiptamörkuðum og tryggði það rúmlega 800 fréttir og greinar til viðbótar í fjölmiðlum. Flestar voru í Bandaríkjunum, næst flestar voru í Þýskalandi, því næst í Bretlandi og loks í Frakklandi.“

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HAGA
1,01
15
420.885
REGINN
0,78
4
25.030
REITIR
0,28
7
136.997
EIK
0,1
4
12.109
KVIKA
0
16
263.607

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
VIS
-1,85
4
34.769
MAREL
-1,25
22
326.280
ARION
-1,17
15
145.600
EIM
-0,99
4
24.545
SJOVA
-0,77
7
69.704
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.