Eigandi The English Pub stefnir ríkinu vegna sóttvarnaaðgerða Eiður Þór Árnason skrifar 15. febrúar 2021 23:27 Börum og skemmtistöðum var gert að loka í fjóra mánuði í vetur og tvo mánuði síðasta vor. Vísir/Kolbeinn Tumi Eigandi krárinnar The English Pub hefur stefnt ríkinu á þeim forsendum að ekki hafi mátt loka staðnum í samkomubanni samkvæmt þágildandi sóttvarnareglum. Hann fer fram á skaðabætur og segir ekkert réttlæta að veitingastaðir hafi verið opnir í faraldrinum en barir lokaðir. RÚV greinir frá þessu en mikil óánægja hefur verið meðal kráareiganda með fyrirkomulag sóttvarnatakmarkana. Barir og skemmtistaðir fengu að opna síðasta mánudag eftir að hafa verið lokaðir í fjóra mánuði en vínveitingastaðir sem einnig hafa leyfi til að selja mat hafa lengi fengið að bjóða gesti velkomna með takmörkunum. Auður Björg Jónsdóttir, lögmaður eiganda The English Pub, segir að stjórnvöld hafi hvorki gætt meðalhófs né virt jafnræðisreglu stjórnarskrár og stjórnsýslulaga. Þá segir hún í samtali við RÚV að hvergi sé minnst á heimild til að skerða atvinnufrelsi eða láta loka einkareknum fyrirtækjum í þágildandi sóttvarnalögum en ný og endurskoðuð sóttvarnalög voru samþykkt á Alþingi fyrir sléttri viku. Fleiri skoðað réttarstöðu sína Skömmu áður en stjórnvöld tilkynntu afléttingarnar greindu kráareigendur frá því að þeir væru að kanna með lögfræðingum hvort fyrirkomulag sóttvarnaaðgerða hafi falið í sér brot á jafnræðisreglu. Vonast rekstraraðilar að dómur í máli eiganda English Pub verði fordæmisgefandi. „Ég veit það að það eru margir að skoða þetta með sínum lögræðingum því þessi jafnræðisregla sem ein af grunnstoðum lýðræðis er svo fótum troðin að það hálfa er nóg. Ég er eiginlega hissa á stjórnvöldum að hafa ekki skoðað það mál með sínum lögfræðingum,“ sagði Kormákur Geirharðsson, annar eigandi Ölstofu Kormáks og Skjaldar, í samtali við fréttastofu í byrjun febrúar. Þá sagðist Arnar Þór Gíslason, einn eigenda Kaldabars, einnig vera að skoða réttarstöðu sína. Fréttin hefur verið uppfærð. Reykjavík Veitingastaðir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Prestar og kráareigendur taka gleði sína á ný Heilbrigðisráðherra kynnti nýjar tilslakanir á sóttvarnareglum í gær en meðal stærstu breytinga sem taka gildi á mánudag er að krám og skemmtistöðum verður aftur leyft að opna til klukkan 22 á kvöldin. Þar að auki verður 150 fullorðnum einstaklingum leyft að vera viðstaddir athafnir í kirkjum og hjá öðrum trúfélögum. 6. febrúar 2021 08:00 Vísa óánægðum kráareigendum á heilbrigðisráðuneytið Sóttvarnarlæknir segir í höndum heilbrigðisráðuneytisins að setja sóttvarnartillögur sínar í regluform. Ef ef kráraeigendur telji jafnræðisreglu brotna á sér vísi hann þangað. Hann bendir á að þriðja bylga faraldursins hafi byrjað á krám og börum. 2. febrúar 2021 14:00 Mest lesið Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira
RÚV greinir frá þessu en mikil óánægja hefur verið meðal kráareiganda með fyrirkomulag sóttvarnatakmarkana. Barir og skemmtistaðir fengu að opna síðasta mánudag eftir að hafa verið lokaðir í fjóra mánuði en vínveitingastaðir sem einnig hafa leyfi til að selja mat hafa lengi fengið að bjóða gesti velkomna með takmörkunum. Auður Björg Jónsdóttir, lögmaður eiganda The English Pub, segir að stjórnvöld hafi hvorki gætt meðalhófs né virt jafnræðisreglu stjórnarskrár og stjórnsýslulaga. Þá segir hún í samtali við RÚV að hvergi sé minnst á heimild til að skerða atvinnufrelsi eða láta loka einkareknum fyrirtækjum í þágildandi sóttvarnalögum en ný og endurskoðuð sóttvarnalög voru samþykkt á Alþingi fyrir sléttri viku. Fleiri skoðað réttarstöðu sína Skömmu áður en stjórnvöld tilkynntu afléttingarnar greindu kráareigendur frá því að þeir væru að kanna með lögfræðingum hvort fyrirkomulag sóttvarnaaðgerða hafi falið í sér brot á jafnræðisreglu. Vonast rekstraraðilar að dómur í máli eiganda English Pub verði fordæmisgefandi. „Ég veit það að það eru margir að skoða þetta með sínum lögræðingum því þessi jafnræðisregla sem ein af grunnstoðum lýðræðis er svo fótum troðin að það hálfa er nóg. Ég er eiginlega hissa á stjórnvöldum að hafa ekki skoðað það mál með sínum lögfræðingum,“ sagði Kormákur Geirharðsson, annar eigandi Ölstofu Kormáks og Skjaldar, í samtali við fréttastofu í byrjun febrúar. Þá sagðist Arnar Þór Gíslason, einn eigenda Kaldabars, einnig vera að skoða réttarstöðu sína. Fréttin hefur verið uppfærð.
Reykjavík Veitingastaðir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Prestar og kráareigendur taka gleði sína á ný Heilbrigðisráðherra kynnti nýjar tilslakanir á sóttvarnareglum í gær en meðal stærstu breytinga sem taka gildi á mánudag er að krám og skemmtistöðum verður aftur leyft að opna til klukkan 22 á kvöldin. Þar að auki verður 150 fullorðnum einstaklingum leyft að vera viðstaddir athafnir í kirkjum og hjá öðrum trúfélögum. 6. febrúar 2021 08:00 Vísa óánægðum kráareigendum á heilbrigðisráðuneytið Sóttvarnarlæknir segir í höndum heilbrigðisráðuneytisins að setja sóttvarnartillögur sínar í regluform. Ef ef kráraeigendur telji jafnræðisreglu brotna á sér vísi hann þangað. Hann bendir á að þriðja bylga faraldursins hafi byrjað á krám og börum. 2. febrúar 2021 14:00 Mest lesið Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira
Prestar og kráareigendur taka gleði sína á ný Heilbrigðisráðherra kynnti nýjar tilslakanir á sóttvarnareglum í gær en meðal stærstu breytinga sem taka gildi á mánudag er að krám og skemmtistöðum verður aftur leyft að opna til klukkan 22 á kvöldin. Þar að auki verður 150 fullorðnum einstaklingum leyft að vera viðstaddir athafnir í kirkjum og hjá öðrum trúfélögum. 6. febrúar 2021 08:00
Vísa óánægðum kráareigendum á heilbrigðisráðuneytið Sóttvarnarlæknir segir í höndum heilbrigðisráðuneytisins að setja sóttvarnartillögur sínar í regluform. Ef ef kráraeigendur telji jafnræðisreglu brotna á sér vísi hann þangað. Hann bendir á að þriðja bylga faraldursins hafi byrjað á krám og börum. 2. febrúar 2021 14:00