Viðskipti innlent

Árs­reikningar fyrir­tækja nú opnir öllum hjá Creditin­fo

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Brynja Baldursdóttir framkvæmdastjóri Creditinfo.
Brynja Baldursdóttir framkvæmdastjóri Creditinfo. Vísir/Vilhelm

Creditinfo hefur opnað fyrir gjaldfrjálsan aðgang að ársreikningum fyrirtækja. Öllum er heimilt að sækja upplýsingar um stöðu fyrirtækja hjá Creditinfo með þessum hætti.

Þetta tilkynnti Creditinfo í dag. Þar kemur fram að Creditinfo hefur að geyma stærsta safn iðskiptaupplýsinga á Íslandi og eru þar á meðal upplýsingar úr ársreikningum íslenskra fyrirtækja allt aftur til ársins 1995.

Í ársreikningagrunni Creditinfo má finna rúmlega 550 þúsund ársreikninga sem öllum er nú frjálst að sækja. Áskrifendur fyrirtækisins hafa einnig val um að vakta skil á ársreikningum án viðbótarkostnaðar og get þeir sótt enn fleiri upplýsingar.

Einnig er hægt að sækja lánshæfismat fyrirtækja sem sýnir líkurnar á því að fyrirtæki fari í vanskil á næstu tólf mánuðum.

Lagabreytingar tóku gildi um áramót sem gerði Skattinum skylt að opna fyrir niðurhal reikninga á vef sínum. Enn er þó beðið eftir reglugerð sem skýrir áhrif breytinganna á samninga um afhendingu gagn til miðlara eins og Creditinfo en þrátt fyrir það hefur Creditinfo ákveðið að afhenda reikninga gjaldfrjálst á vef sínum.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×