Viðskipti innlent

Leggur til að stjórnin verði ó­breytt

Atli Ísleifsson skrifar
Úlfar Steindórsson er formaður stjórnar Icelandair.
Úlfar Steindórsson er formaður stjórnar Icelandair. Vísir/Vilhelm/Icelandair

Tilnefninganefnd Icelandair Group hefur lagt til að stjórn félagsins verði óbreytt. Aðalfundur félagsins fer fram hinn 12. mars næst komandi.

Samsetning hluthafahóps Icelandair hefur breyst umtalsvert að undanförnu eftir hlutafjárútboð félagsins í september síðast liðinn. Tilnefninganefndin hefur hins vegar lagt til að sömu fimm einstaklingar skipi stjórnina áfram. 

Það eru Guðmundur Hafsteinsson, John F. Thomas, Nina Jonsson, Svafa Grönfeldt og Úlfar Steindórsson.

John F. Thomas og Nina Jonsson komu ný inn í stjórnina á síðasta ári en Guðmundur tók sæti 2018, Svava 2019 og Úlfar árið 2010. 

Úlfar er formaður stjórnar Icelandair og forstjóri Toyota á Íslandi. Svava er varaformaður stjórnarinnar.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×